mánudagur, mars 14, 2005

CeBIT í Hannover

Á morgun (eða réttara sagt núna á eftir) er för okkar NoMA-linga haldið á CeBit tæknisýninguna í Hannover í Þýskalandi. Við leggjum af stað klukkan fjögur í nótt og erum sex tíma á leiðinni í rútu. Svo eyðum við deginum á sýningunni og klukkan sex um daginn eyðum við öðrum sex tímum í að keyra aftur heim til Kolding og komum heim á miðnætti. Þannig að það er heljarinnar utanlandsferð fyrir höndum.

Fyrir þá sem ekki vita er CeBIT sýningin stærsta tæknisýning í heiminum hvorki meira né minna. Það dugar enginn kofi undir svona sýningu heldur er hún í 27 höllum sem eru hver um sig töluvert stærri en Laugardalshöllin heima. Þetta er því algjör draumastaður fyrir tæknifíkil eins og mig! Ég vildi óska að ég gæti eytt svona þremur dögum þarna en maður verður bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær. Þið heima fáið til dæmis ekkert að fara! Múhahahaha! Allavega, ætli það sé ekki best að leggja sig soldið áður en maður fer í þessa reisu í nótt. Ég set svo inn myndir sem ég tek á sýningunni ef þær verða skemmtilegar.
Maggi.
blog comments powered by Disqus