fimmtudagur, mars 24, 2005

Myndarlegt

En hvað maður er myndarlegur! Ef það telst til myndugleika að lofa einhverju og standa svo við það nokkrum vikum seinna. Það eru í það minnsta komnar nýjar myndir á netið! Þið nennið kannski ekki að skoða þetta allt en hérna eru þær samt. Fyrri skammturinn eru myndirnar sem ég tók þegar við fórum á fyrirlestur í Koldinghus fyrir tveimur vikum og nokkrar myndir úr skólanum fá að fljóta þar með. Þetta eru aðllega artý myndir af einhverjum hlutum á safninu í Koldinghus (ég veit að sumir fíla ekki artý, þeir mega sleppa því að opna þær myndir) og svo nokkrar teknar yfir bæinn ofan af turninum.

Seinni skammturinn er frá CeBIT tæknisýningunni í Hannover. Við komumst þangað fyrir rest og auðvitað var ég með myndavélina á lofti. Ein myndin í seríunni er þó tekin á aðra stafræna myndavél í Kodak básnum á sýningunni. Það var einhver gaur sem smellti mynd af Elvu, Láru og mér og prentaði hana beint af myndavélinni í þremur eintökum handa okkur. Hún heppnaðist bara vel okkur til mikillar furðu og því tók ég mynd af útprentuninni og setti með á netið. Svo set ég inn myndirnar frá Köben fljótlega.
Maggi.
blog comments powered by Disqus