föstudagur, mars 18, 2005

Elvis is in the building!

CeBIT kom og fór. Og var skemmtileg. Svæðið var riiisastórt, meira að segja alveg fáránlega stórt. Hallirnar tuttugu og sjö voru hver um sig eins og tvær til fjórar Laugardalshallir svona til að miða við eitthvað og við reyndum að komast yfir sem mest á þeim tíma sem við höfðum. Eftir nokkurra klukkutíma rölt var maður samt orðinn þreyttur og stoppaði því stutt á hverjum stað og var duglegur við að setjast niður úti og hvíla sig. Ég keypti mér ekkert, en reyndi þess í stað að fá sem mest af fríu rusli. Ég fékk slatta af dóti, en það sem er mest nýtilegt er blakbolti sem ég mun eflaust nota uppí skóla á strandblakvellinum þegar líður nær sumri!

Við erum búnir að vinna eins og brjálæðingar í verkefninu okkar og kláruðum það í dag! Það eru enn nokkrar litlar breytingar sem okkur langar að koma með áður en við kynnum það í skólanum en það er til fín útgáfa sem er komin á netið! Endilega kíkið á hana hér. Segið mér svo hvað ykkur finnst! :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus