fimmtudagur, mars 03, 2005

Oh Happy Day!!!

Oh happy day! Oh happy day! When Jesus washed... when Jesus washed... washed my bills away!!! Oh happy day! Ójá gott fólk, leikþátturinn Fátæki maðurinn í Danmörku er á enda. Persónur og leikendur: Magnús Sveinn Jónsson lék sjálfan sig og talsetti. Leikmunir: Kolding LejePlejeMaskine. Sérstakar þakkir: Allir í heiminum! WooHoo!!! Hallelúja!
(undirspil undir þessari færslu, Oh Happy Day í flutninigi Arethu Franklin, eða einhvers annars!)

Ég fékk góðar fréttir í dag. Lánsáætlunin mín er komin frá LÍN og ég er hreint ekki eins fátækur og ég hélt! Ég á töluvert meiri pening í afgang en ég bjóst við á hverjum mánuði, og get því lifað allt að því mannsæmandi lífi fram á vor. Ég held þó að ég hafi haft gott af því að halda að ég væri langt undir fátæktarmörkum í rúman mánuð. Með því lærði ég að spara peningana mína töluvert betur og auðvitað held ég því áfram. En í kvöld verður farið á Jensens Bøfhus til að fagna! Að vísu er ég að fara með Ísaki og stelpunum því Ísakinn verður nottla að prófa að fara á Jensens áður en hann fer heim. Jensens er algjör snilld! Æðislega gott og ódýrt steikhús sem er með staði um alla Danmörku. Næst þegar þú ferð til DK þá verðuru einfaldlega að prófa Jensens. Ég mæli sérstaklega með öllu á matseðlinum! Það er hreinlega allt jafn gott. Later!
Maggi.
blog comments powered by Disqus