mánudagur, október 31, 2005

Ekki hættir annríkið

Þessi vika verður álíka brjáluð og sú síðasta var. Við erum að gera verkefni í skólanum sem er ansi stórt, og ekki nóg með það því við þurfum að klára það á miðvikudaginn útaf Svíþjóðarferðinni okkar. Við förum til Gautaborgar á fimmtudagsmorguninn og verðum fram á laugardag. Þá tekur við törn í að búa til portfolio og setja á netið fyrir mánudaginn svo maður geti sótt um að fara til San Fransisco.

Svo verða vonandi rólegheit eftir það þegar við förum í Photoshop kennslu í skólanum, og vikuna eftir það er meiri kennsla í sérhæfingunni okkar. Ég er í Flash og vonandi kenna þeir okkur eitthvað áhugavert. Eftir það hefst lokaverkefnið okkar, semsagt eftir tæpar þrjár vikur. Við ætlum líka að reyna að rumpa því af til að komast snemma heim fyrir jólin. Jólin já! Það styttist aldeilis í þau. Lítill fugl sagði mér að það væru bara 54 dagar þangað til. Þeir verða fljótir að líða, ég trúi ekki öðru. :)
Maggi.

sunnudagur, október 30, 2005

Ósk er frábær

Maggi.

laugardagur, október 29, 2005

Halloween!

Jæja, þá er komið að hinu árlega Halloween partý á Munkegade! Næstum tóku þetta alvarlega í fyrra og mættu í flottum búningum, og það verður eflaust engin breyting á í ár.

Mamma og Ægir komu í heimsókn í dag og það var mjög gaman. Við röltum um bæinn í frábæru veðri, versluðum smá og kíktum út að borða á Jensens Bøfhus. Þau fóru svo aftur til Köben seinni partinn og fljúga heim á morgun.
Maggi.

föstudagur, október 28, 2005

Shanghæ? Amsterdam? AKKURU EKKI KOLDING?

Já, iPoddinn minn nýji virðist ætla að ferðast um víðan völl áður en ég fæ hann í hendurnar. Ég held að hann sé að reyna að toppa heimsreisuna mína og Bigga, þar sem við fórum til fimmtán landa. Í gær var hann sendur frá Amsterdam. Það stendur ekki hvert hann var sendur en ég vona að þeir hafi í það minnsta beint honum í áttina til Kolding.

Kreisí mikið að gera þessa dagana. Alveg kreisí sko. En það er bara gaman. Ósk, Arndís og Fríður komu í gær og við fórum með þær út að borða og spiluðum Jónas og kíktum á Pitstop. Þær vilja eflaust sprella eitthvað í kvöld líka, og svo á morgun er Halloween partýið þar sem allir munu missa sig í fíflagangi og myndatökum.

Jói klikkaði í bloggkeppninni, og er kominn með þrjú mínus-stig. Ég er hinsvegar bara með eitt. Sá sem er fyrstur að fá fimm mínusstig tapar. It's just a matter of time. :)
Maggi.

fimmtudagur, október 27, 2005

Biðin endalausa

Krossleggjum öll fingur og vonum að iPoddinn skili sér í hendur mínar á morgun. Ég finn sterka strauma frá honum, og honum er kalt og langar að komast á nýja heimilið sitt sem er í vinstri buxnavasa mínum. Nema þegar ég er að horfa á vídjó í honum, þá á hann heima í höndunum á mér. Vííí! Ég get ekki beðið. Mikið að gerast þessa dagana! Næstum því of mikið, en samt ekki. Bara gaman að hafa hasar í kringum sig.
Maggi.

miðvikudagur, október 26, 2005

iPod?

Ég flýtti mér heim úr skólanum í dag af tveimur ástæðum. Það beið mín afgangur af lasagna í ískápnum, og það var möguleiki að iPoddinn minn væri kominn til Kolding! En svo reyndist ekki vera. Lasagnað var hinsvegar á sínum stað og bragðaðist mjög vel. iPoddinn var sendur af stað á föstudaginn síðasta, og þeir lofa að það taki ekki meira en viku að senda hann. Þannig að ég vona að hann komi á morgun, miðvikudag. (þetta er skrifað eftir miðnætti, sem þýðir að þetta er miðvikudagsfærsla í bloggkeppninni. aldrei að vita nema ég bloggi aftur á morgun, og ef iPoddinn minn kemur á morgun þá lofa ég því að ég mun blogga aftur!)
Maggi.

þriðjudagur, október 25, 2005

Það rignir hundum og köttum

Langt síðan ég hef upplifað aðra eins rigningu. Það er búið að rigna í allan dag, og þessu ætlar ekkert að linna. En það er allt í lagi, regndropahljóðið er bara róandi, og ég þarf ekkert að fara út í kvöld. Það rigndi líka á okkur í Berlín um helgina þegar við vorum í búðarápi.

Já, skyndiákvarðanir eru oftast bestu ákvarðanirnar. Fyrir síðustu helgi fékk Elva Sara þá hugdettu að við myndum öll kíkja til Berlínar þar sem við gætum gist hjá bróður hennar og gert eitthvað sniðugt seinni helgina okkar í vetrarfríinu. Við pöntuðum bílaleigubíl á fimmtudagskvöldinu og vorum lögð af stað út úr Kolding um hádegi á föstudeginum.

Með í för voru ég, Biggi (sem var í heimsókn í fríinu), Jói, Kristjana og svo auðvitað Elva Sara og Lára Ósk. Strax á föstudagskvöldinu hitti svo Halli okkur, sem er vinur Jóa og Kristjönu frá Horsens. Við höfðum stoppað í landamærabúðunum og keypt okkur bjór, og auðvitað fengum við okkur bjór og kíktum á næturlífið í Berlín. Fyrra kvöldið fórum við á riisastóran skemmtistað sem heitir Matrix. Hann er eiginilega fjórir skemmtistaðir í einum, því það eru fjögur dansgólf, öll með mismunandi tónlist, og of margir barir til að telja þá. Staðurinn var fullur af fólki og mikil stemmning, og við skemmtum okkur mjög vel við að dansa útum allt, meðal annars inní búri fyrir ofan eitt dansgólfið sem var mjög áhugavert. :)

Á laugardeginum röltum við svo um verslunargötur og ég kíkti í heimsókn í H&M þar sem ég gerði góð kaup eins og hefðin er þegar ég kíki til Þýskalands. Ótrúlegt hvað það er hægt að finna fín föt á lágu verði. Um að gera að nýta tækifærið segi ég bara og lífga uppá fataskápinn. Um kvöldið kíktum við svo á stað sem við höfðum heyrt að hafi verið rosaleg stemmning á kvöldið áður. Það var töluvert minni stemmning þetta kvöldið, staðurinn hálftómur, en það var allt í lagi. Þarna var ágætis tónlist og ódýrt á barnum. :þ

Á sunnudeginum röltum við svo um hverfið með Ívari bróður hennar Elvu Söru og sáum stórmerkilega pönkarabyggð. Einhverjir pönkarar sem eru búnir að gera sér heimili í einum garðinum í Berlín og sanka að sér allskonar rusli og drasli. Þetta var svo ljótt að það var eiginlega orðið flott aftur.

Svo drifum við okkur af stað og skutluðum krökkunum til Horsens og brunuðum svo aftur til Kolding. Það tekur um fimm tíma að keyra frá Kolding til Berlínar. Elva keyrði báðar leiðir og stóð sig eins og hetja. Biggi fór svo aftur til Íslands í gærmorgun (mánudag) eftir vel heppnaða heimsókn til Danaveldis.

Það hættir ekki gestagangurinn, því á fimmtudaginn koma Ósk og Arndís í heimsókn til Kolding og ætla að vera alla helgina. Mamma og Ægir ætla líka að kíkja í heimsókn á laugardaginn því þau verða í Köben í vikunni með kennurunum úr FS. Á laugardagskvöldið er svo Halloween partýið á Munkegade, og helgina eftir það er ferðin okkar til Svíþjóðar á SigurRósar-tónleikana! Það má segja að það sé nóg að gera! Fyrir utan þetta allt vorum við að fá stórt verkefni í skólanum, þannig að það á aldeilis að taka þetta með trukki eftir erilsamt frí.

Jæja, núna myndi ég segja að ég væri búinn að bæta upp fyrir heldur stuttar færslur síðustu tvo daga. Ég ætla ekki að tapa þessari blogg keppni! Kíkið endilga á bloggið hans Jóa og gáið hvort hann hafi nokkuð gleymt að setja inn færslu í dag. :)
Maggi.

mánudagur, október 24, 2005

Er bannað að svindla?

Lára setti inn myndir frá Berlínarferðinni! Þær eru hérna. :)
Maggi.

sunnudagur, október 23, 2005

Berlín var góð

Já þetta var hörku skemmtileg ferð hjá okkur til Berlínar. Sex tíma akstur hvora leið, mikið verslað og djammað og svona eins og á að gera þetta. Ég segi ykkur betur frá því á morgun. Er of þreyttur núna. :)
Maggi.

föstudagur, október 21, 2005

...and then we take Berlin!

Í þessum skrifuðu orðum erum ég, Jói, Kristjana, Biggi, Lára og Elva að leggja af stað til Þýskalands! Berlínar nánar tiltekið. Við leigðum bíl áðan og ætlum að eyða helginni í Berlín og gistum hjá bróður Elvu Söru. Vííí!
Maggi.

fimmtudagur, október 20, 2005

Galli á gjöf Njarðar

Auðvitað var þetta of gott til að vera satt. Ég hélt að þegar ég fengi nýja iPoddinn minn gæti ég hent inná hann tónlist og þáttum og bíómyndum og haft það tilbúið til að hlusta og horfa á þegar ég vildi. En þeir hjá Apple ákváðu að gera nýja iPoddinn ekki hæfan til að spila DivX skrár. Sem þýðir að hann getur ekki spilað neina af þeim þáttum eða bíómyndum sem ég sæki á netið! Nær allt vídjóefni sem er sótt ólöglega á netinu er á DivX formati. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því af hverju þeir vilja ekki hafa stuðning við þann staðal.

En reglan er sú að ef maður á við eitthvað vandamál að stríða, sama hversu merkilegt eða ómerkilegt það er, þá eru þúsundir annara búnir að eiga við sama vandamál og hafa leitað sér lausnar eða sett lausnir á netið! Þannig að í gær þá fór ég að leita, og þrátt fyrir að það sé bara vika síðan nýji iPoddinn var kynntur til sögunnar þá eru komnar lausnir við þessum vanda. Það er til forrit sem breytir öllum skránum þínum í .mp4 format sem iPoddinn vill helst spila. Hann spilar reyndar líka .mov og .mpg skrár og eitthvað fleira. Fyrir þá sem hafa áhuga á hvað hann spilar nákvæmlega þá eru upplýsingar um það hér á heimasíðu Apple.

Það var þessi heimasíða sem kynnti mig fyrir þessari lausn. Þrátt fyrir að það taki nokkurn tíma að breyta skránum til að setja þær svo inná iPoddinn þá er þetta í það minnsta lausn sem virðist virka ágætlega. Nú er bara að vona að einhver drífi sig að búa til uppfærslu á iPoddinn sjálfan svo maður þurfi ekki að standa í því veseni að breyta skránum áður en maður setur þær inná iPoddinn.
Maggi.

miðvikudagur, október 19, 2005

Bjór? Já takk.

Þetta fékk ég að láni frá sjuklingur.blogspot.com. Björk benti mér á þessa mynd um helgina og mér finnst hún mjög sniðug! Híhí.


Maggi.

þriðjudagur, október 18, 2005

Bloggiblogg

Lárelva dró okkur Bigga útúr húsi í dag þegar klukkan var að verða fimm og við fórum að borða með þeim uppí Storcenter á Jensens Bøfhus. Þeir voru að opna nýjan, stóran flottan stað þar nýlega. Ég fékk mér ágætis kjúklingaborgara og allir voru nokkuð sáttir með matinn barasta. Svo kíktum við á quiz í kvöld en stóðum okkur vægast sagt illa, lentum í næst neðsta sæti. Á morgun er stefnan sett á keilu en hver veit hvað gerist. Síðustu tvö skipti þegar við höfum planað keilu hefur það klikkað. Kannski er bara best að plana bara ekki neitt eins og Birna. Já, maður spyr sig.
Maggi.

mánudagur, október 17, 2005

Lucky...

Ég og Jói ætlum að fara í blogg-keppni. Hún felst í því að við ætlum að blogga á hverjum einasta degi, og sá sem klikkar á undan tapar (eða sá sem klikkast á undan).

Biggi er í heimsókn í Danaveldi! Hann kom á föstudaginn og ég, Jói og Kristjana tókum á móti honum á Kastrup syngjandi og spilandi á falskan gítar og veifandi stórum útprentunum af andlitinu á honum. Svo var haldið til inn til Köben þar sem við gistum hjá Björk og Sigrúnu (takk fyrir okkur stelpur!) og nutum höfuðborgarinnar. Við versluðum (við strákarnir keyptum okkur allir nýja jakka, Jói og Biggi meira að segja síamstvíburajakka!) djömmuðum (uppgötvuðum geðveikt skemmtilegan skemmtistað á Stengade 30, Stalingrad) tókum upp stuttmynd ("Biggi leitar að Kolding"), fórum út að borða (á Spiseloppen í Christianiu) og margt fleira. Við hittum Andreu, Björn og Elísabetu Leifs og eyddum mest allri helginni með þeim. Það var mjög gaman hjá okkur, við djömmuðum saman bæði á föstudag og laugardag og fórum út að borða saman í gær (sunnudag). Spiseloppen klikkaði ekki frekar en fyrri daginn, æðislegur veitingastaður og hjartarsteikin stóð fyrir sínu. Nammmmmmmm (ekkert hundakjöt þó). :o

Þetta var frábær byrjun á haustfríinu, og núna er stefnan að gera restina enn betri! Biggi verður í Danaveldi fram á næsta mánudag og við öll í fríi þannig að það verður mikil hörku stuð hjá okkur. Vonandi nóg til að blogga um, því ég ætla ekki að tapa þessarri keppni! Over and out.
Maggi.

fimmtudagur, október 13, 2005

Stórar ákvarðanir

Er sniðugt að taka stórar ákvarðanir á nóttunni? Held ekki. En það var ég samt að gera rétt í þessu. Á vefverslun Apple hér í Danaveldi var ég að festa kaup á 60 gígabæta iPod sem spilar jafnt tónlist sem mynda- og video-skrár. Þetta er búið að vera mjög lengi í fæðingu, og það er að sjálfsögðu bara skömm að því að vera ekki löngu búinn að eignast svona grip! En núna er búið að ráða bót úr því og eftir sirka tvær vikur verð ég stoltur eigandi Apple iPod eins og líklegast hálft mannkynið.
Maggi.

fimmtudagur, október 06, 2005

Let's make Magic!

Það er búið að vera rosalega gaman í skólanum þessa vikuna. David Fratto kom hingað frá San Fransisco til að kenna okkur um vídjó-vinnslu og við erum búin að læra mjög mikið á því. Ég sem hafði mjög lítinn áhuga á þessu dóti er alveg búinn að sökkva mér niður í þetta. Ég er búinn að gera 30 sekúntna myndband um mig, og það kemur á netið fljótlega. Á morgun ætlum við að taka upp spjallþátt, með þremur myndavélum og fullt af ljósum og búnaði.

Á mánudaginn ætlum við svo að taka upp tónlistarmyndband með David. Það verður fyrir lagið Gold Digger, sem er rapplag með Kanye West. Við ætlum að endurgera núverandi myndbandið, og það eru nokkrir rapparar og slatti af kvendönsurum í ansi efnislitlum fötum. Nema við ætlum að víxla kynjahlutverkunum, þannig að við strákarnir verðum í mjög efnislitlum fötum að dansa mjög kynferðislega, og stelpunar verða að rappa og þykjast vera algjörir töffarar! Þetta verður mjög áhugavert! Og þetta verður birt á netinu á heimasíðu skólans. :D Þið fáið semsagt að sjá þetta, það er að segja ef ykkur langar. :)
Maggi.

sunnudagur, október 02, 2005

maggi.tk mælir með...

...SigurRós. Ég veit ég hef nú mælt með þeim áður, en í þetta sinn vill ég mæla með heimildarmynd sem var gerð um þá í tilefni af nýju plötunni. Í henni eru viðtöl við alla meðlimi hljómsveitarinnar þar sem þeir tala um hvernig lögin á plötunni urðu til. Myndir frá Íslandi eru í stóru hlutverki í myndinni. Hún er hálftími á lengd og má nálgast hana á Real Media formi í góðum gæðum og í lakari gæðum. Það er margt fleira sem er gaman að skoða um SigurRós á heimasíðu hljómsveitarinnar.


...My Name Is Earl. Þetta eru glænýjir sjónvarpsþættir og ég mæli með þeim því þeir eru algjör snilld! Það er bara búið að sýna tvo þætti í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu eru þeir komnir á netið. Þeir fjalla um Earl sem er hálfviti. Eða réttara sagt var hálfviti og er núna að reyna að bæta fyrir allt slæmt sem hann hefur gert til að líf hans verði betra. Hann uppgötvaði nefnilega karma þegar hann vann í lottó og lenti fyrir bíl tíu sekúntum seinna og týndi miðanum. Þættirnir eru 20 mínútur og eru drepfyndnir og það besta er að í þeim er enginn hlátur úr dós.


...Prison Break. Þessir hörkuspennandi sjónvarpsþættir eru alveg málið í dag. Það eru allir að tala um þetta. Það eru búnir sex þættir í seríunni (sem er þrettán þættir að ég held) og þeir halda manni sko alveg við efnið! Þvílík spenna og hasar í hverjum þætti. Þeir snúast um strák sem lætur handtaka sig og setja sig í fangelsi því bróðir hans er í fangelsinu og hann ætlar að koma honum út. Bróðir hans var dæmdur til dauða fyrir glæp sem hann framdi ekki.


...comment kerfinu. Ég mæli með því að þið komið með ykkar eigin meðmæli um hvað sem er. Ekki vera feimin. :)

Maggi.