Hvaða hvaða...
Ætli þetta verði löng færsla? Ég held það, en þú veist það. Því þú getur bara kíkt neðar á síðuna og séð hvað ég nennti að skrifa mikið. Magnað. Allavega, ég hef ekkert verið allt of duglegur að skrifa hérna inná undanfarið og eru nokkrar ástæður fyrir því. Ég reyni að forðast það eins og heitan eldinn að blogga um það að blogga, því blogg sem fjalla bara um hvað fólkið hafi lítið að blogga um er leiðinlegt. Úff skrítin setning. En fyrst það er ennþá fólk sem kíkir ennþá hérna inn daglega þá er best að ég komi með útskýringu. Það hefur svosem verið helling að gerast hjá mér og þannig séð nóg að blogga um. En það hefur líka verið stefna hjá mér að blogga ekki bara um það sem ég er að gera heldur meira um það sem ég er að hugsa. En ég er að vinna það mikið að þegar ég kem heim og horfi á tölvuna og hugsa hvort ég ætti að skrifa þar niður hugsanir mínar þann daginn, þá laðar rúmið mitt meira. Ég er nottla líka að synda (þrátt fyrir að enginn skilji af hverju ég nenni því ennþá, ekki einu sinni ég) þannig að það bætir bara við þreytuna. Svo hefur dalandi aðsókn á síðuna líka sitt að segja. Ekki gaman að skrifa fyrir örfáa. Það er nottla mikið til fólk sem þekkir mig sem les þessa síðu og ef það veit ekki hvað er í gangi hjá mér en vill vita það, þá er það bara ekki nógu duglegt að hafa samband! (Ég veit að það er miklu auðveldara að segja svona heldur en að framkvæma það, ég er ekki nógu duglegur við þetta sjálfur). En nóg af bloggi um blogg.
Það eru svo fáir dagar í Hróarskelduhátíðina að það er alveg fáránlegt. Og það sem er ennþá fáránlegra er að ég er ekki einu sinni kominn með hnút í magann. Ég er eiginlega bara sáttur við það því þá væri biðin eftir hátíðinni verða erfiðari, og þegar maður gerir sér litlar vonir þá verður allt miklu skemmtilegra ef það heppnast vel. Ég held að hátíðin verði algjör helber snilld, það þarf amk eitthvað mikið að klikka til að svo verði ekki. Ég er kominn með flugmiðann í hendurnar og nú er bara að vona að það verði ekki pakkfull flugvél svo ég komist út á þeim tíma sem ég vill. Úff, ég fer út á mánudaginn. Og á morgun er laugardagur. Það er allt of stutt í þetta. Ég er ekki að fatta það.
Dagskráin fyrir hátíðina er tilbúin þannig að ef þú vilt öfunda mig eitthvað meira en þú gerir nú þegar þá geturu kíkt á þetta. Metallica er strax á fimmtudaginn, svkaleg byrjun á hátíðinni maður. Iron Maiden og SigurRós eru ekki alveg á sama tíma þannig að ég get séð bæði. Þetta verður gaman. Hvenig segir maður "ég ætla að fá einn bjór... nei annars, láttu mig fá kassa!" á dönsku?
Ég held ég geti ekki búið einn. Ég myndi örugglega ekki meika það lengi. Þótt ég hafi kannski ekki viðurkennt það fyrir sjálfum mér þá er ég svakalega mikil félagsvera. Ég er einn heima núna og það er allt voða tómlegt. Er að spá í að hætta við að spara mig fyrir Hróarskeldudjammið og kíkja á djammið á morgun með vinunum. Ég á það skilið, búinn að vinna eins og sjúkur maður undanfarið.
Stundum vildi ég óska þess að enginn sem ég þekkti vissi af þessu bloggi. Þá gæti ég sagt svooo mkið af hlutum sem ég veigra mér við að segja hérna. Kannski ætti maður bara að stofna nýtt blogg undir dulnefni og skrifa þar allt sem maður má ekki hér. Hvenig væri það?
Viti menn, þetta varð svolítið löng færsla. Og ég skrifaði ekki nema brot af því sem ég var að hugsa. Stundum vildi ég að ég gæti bloggað gegnum sms. Það væri kúl. Þá væri fullt af litlum skrítnum færslum. Í staðinn eru bara langar skrítnar færslur. Um að gera að plögga þessa sms hugmynd einhverstaðar. En hvar? Jæja, það er kominn tími til að sofa. Rétt að leggja sig í þessa fimm tíma þar til vinnan byrjar. Það er erfitt að lifa svona. Tough luck. Good luck. Good night. Og já, Bruce Almighty er góð mynd. Svakalega fyndin á köflum, en ekki eins góð og hún gæti orðið. Sjáðana þegar hún kemur í bíó! Djöfull er maður alltaf langt á undan öllum. :þ
..:: max ::..