fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Þetta er alls ekki dautt blogg sko... :þ

Það er ekki hægt að neita því að maður sé með tlihlökkun í maganum yfir því að vera að fara að flytja til annars lands. Danmörk er kannski ekki ljósár í burtu en það er sem örugglega nokkuð mikil viðbrigði að fara þangað í nýtt samfélag og segja bless í bili við fjölskyldu og vini. Auðvitað eignast maður bara fleiri vini, útlenska vini (og jafnvel íslenska) og það er auðvitað frábært. Námið lofar líka góðu þannig að þetta verður eflaust mjög skemmtilegt allt saman. Ég ætla að vera miklu duglegri að blogga eftir að ég er kominn út því maður hefur auðvitað frá miklu að segja í nýja lífinu sínu og svo eru líka fleiri sem vilja fylgjast með manni því maður er svolítið langt í burtu. Þó mun ég líklegast ekkert blogga fyrstu dagana því það tekur okkur smá tíma að fá internet tengingu.

Ég fer út í hádeginu á föstudaginn og er alveg að verða búinn að pakka. Mér finnst erfitt að velja hvað ég á að taka með því ég hef auðvitað aldrei flutt áður til útlanda. Sumir segja að maður eigi auðvitað bara að taka allt sem maður á! En það er ekki tilfellið, mig langar að taka mest lítið sko! Frekar merkilegt reyndar, ég tek bara með mér það sem mér finnst vera algjörar nauðsynjar, ekkert dúllerí eitthvað. Það þýðir ekkert að byrja nýtt líf í nýju landi og hafa allt gamla ruslið í kringum sig!

Ég náði því miður ekki að halda kveðjupartý en það er allt í lagi finnst mér. Ég er búinn að vera duglegur að umgangast alla sem ég þekki í sumar og ég verð nú ekki svo lengi í burtu. Ég ætla hinsvegar að kveðja landið með því að fara í leikhús á morgun og sjá Rómeó og Júlíu sem mig hefur lengi langað til að sjá.

Þegar ég kem út fæ ég mér símafrelsi og læt ykkur vita númerið um leið og ég veit það sjálfur. Það kostar jafn mikið að senda SMS út til Danmerkur og hérna heima þannig að go nuts! :) Heyri í ykkur seinna! Kær kveðja,
Magnús.
blog comments powered by Disqus