Lausn í sjónmáli
Góða veðrið á víst að haldast fram á laugardag. Ef spáin breytist lítið og ég hef nægan kjark og nennu til skipulags þá stefnir allt í heljarinnar teiti á laugardaginn. Og þá á ég ekki við laugardagskvöldið, heldur laugardaginn, úti í góða veðrinu. Gannels kom með þá snilldarhugmynd í dag er við sátum á svölunum hjá Bakkusi í góða veðrinu að halda bara partý í Skrúðgarðinum! Líklegast var þessu slegið fram í gríni fyrst en eftir sem við veltum okkur meira uppúr því hljómaði þetta bara betur og betur! Bjór og pítsuveisla í Skrúðgarðinum til að kveðja kallinn sem senn flyst af landi brott! Já þið heyrðuð rétt, bjór og pítsur á liðið! Enda vinna allir sem ég þekki á Pizza 67 og þeir sem ekki vinna þar vinna í ÁTVR. Lítið mál að redda veigum. Og nú er bara að redda fólki! Væri ekki snilld að sitja úti á teppi á grasinu og hlusta á gítarspil og syngja með og beðja í sig pítsusneiðum og þamba bjór í lítra vís í góða veðrinu næsta laugardag!? Ég held það nú.
Hins vegar væri lögreglan víst ekki glöð með of mikið af áfengum drykkjum á svona miklu almannafæri um miðjan dag (eða haldiði það ekki annars?) þannig að það er kannski spurning um að finna aðra staðsetningu fyrir þetta. Einhvern góðan fallegan grasflöt ekki of langt í burtu en ekki og augljósan. Talað var um rómantíska svæðið milli Garðahverfis og Eyjabyggðar, það gæti virkað. Ertu með betri staðsetningu í huga? Láttu mig vita. Og svo er bara að fylgjast spennt með hér á síðunni eða bjalla bara í kallinn og sníkja boð í teitið. (Ég býð engum fyrr en allt verður komið á hreint, ekki örvænta.) En finnst ykkur þetta annars ekki snilldarhugmynd!??
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum