laugardagur, ágúst 07, 2004

Flennifínt

Ég er nú sérdeilis ekki duglegur að skrifa þessa dagana enda lítið að gerjast í heilabúinu mínu sem stendur. Lífið snýst um að vinna, vinna sér inn pening því það kostar víst peninga að flytja til útlanda. Þó verður maður líka að lifa lífinu og því fékk ég mér frí í vinnunni í kvöld til þess að fá mér bjór og kíkja á lífið með vinunum. Það eru bara tvær helgar eftir á elsku ískalda fróni og svo er maður flúinn enn á ný. Þá verð ég eflaust duglegur að blogga enda töluvert forvitnilegra að lesa um einhvern sem er nýfluttur til útlanda í fyrsta sinn og svo er maður líka svo... þenkjandi, hmmm... skemmtilegt orð... þegar maður er kominn aftur í nám eftir einhverja fjarveru. Gaman að því. Vonum bara að þessu bloggi sé viðbjargandi. Jú ég held það nú. Eruði annars ekki bara hress öll sömul?
Maggi.
blog comments powered by Disqus