mánudagur, ágúst 09, 2004

Þetta er eiginlega pínulítið merkilegt...

Ég er að flytja til Danmerkur 20. ágúst. Alltaf þegar fólk segir "Og hvað, ertu svo að fara í skóla í haust eða...?" þá svara ég á þá leið að ég sé að fara í Háskóla í Danmörku og flytji út um miðjan ágúst. Samt er ég ekkert að fatta það. Enganvegin. Ég segi þetta bara af því að þetta er planið mitt enn ekki af því að ég viti að það muni gerast. Ég er að flytja að heiman í fyrsta skipti og það er frekar stórt skref þótt það sé ekki tekið neitt sérstaklega snemma í mínu tilviki. En 22ja er ágætis aldur til þess, alveg jafn góður og hver annar.

Þetta er eiginlega nákvæmlega eins og þegar heimreisan var á næstu grösum. Nokkrum mánuðum fyrir 18. apríl var ég farinn að segja fólki sem spurði hvað væri framundan hjá mér að ég væri að fara í heimsreisu. Ég var búinn að plana hana, panta flug, fara í sprautur, fá vegabréfsáritanir og kynna mér lönd (hæfilega lítið þó) en samt var ég ekkert að fatta að ég væri á leiðinni í þvílíkt ævintýr kringum heiminn! Þegar nær dró fór maður að átta sig á því en maður bægði hugsuninni frá sér því hún gerði mann hræddan. Það er frekar spúkí að vera á leiðnni í heimsreisu og hafa ekki grænan grun um hvað býður manns. Þessvegna er bara málið að demba sér útí það.

Þetta er svipað með að fara til Danmerkur. Ég er þó enganvegin búinn að plana þetta eins og ég var með heimsreisuna. Ég var í útlöndum þegar ég sótti um og það var mamma sem skrifaði umsókina mína. Svo kom að því að redda íbúð og þá hitti ég Rebekku sem er á sömu leið og ég og hún reddaði því alveg fyrir okkur. Restina ætlaði ég bara að láta ráðast en Rebekka er að ég held bara búin að redda þessu öllu að mestum hluta held ég, innbúi og alles! Algjör hetja. Þannig að ég þarf lítið annað en að henda einhverju dóti í tösku og kassa og fara til útlanda. Það átti að vera síðasta verk mitt að halda kveðjupartý en móðir mín sem á húsið sem ég bý í sem stendur er búin að fá nóg af endalausu partýstandi á mér (ég er búinn að halda tvö partý, des 2001 og júl 2002) og því fæ ég ekki húsið afnota. Þannig að nema einhver góðhjartaður lumi á samastað fyrir kveðjupartýið mitt verðið því bara að kasta á mig kveðju í síðasta sinn í dágóðan tíma ef þið sjáið mig útá götu næstu daga.
Maggi.
blog comments powered by Disqus