mánudagur, október 04, 2004


ICHI vefsíðan okkar
Sunday happy sunday

Þessi dagur var yndislegur. Við gerðum næstum ekki neitt og leiddist samt ekki í eina mínútu! Þannig eiga sunnudagar að vera. Við fórum bara að horfa á vídjó þegar við vöknuðum og svo eldaði Gústi handa okkur pasta (mikið þarfaþing að hafa kokk í heimsókn á heimilinu á sunnudags eftirmiðdögum) og við slöppuðum af fram eftir degi. Eftir tvær bíómyndir og nokkra Cribs á MTV og ég veit ekki hvað og hvað þá fór ég og þvoði af mér spjörurnar og á meðan þær voru að malla útí þvottahúsi þá hélt ég áfram að kóða síðuna okkar fyrir ICHI verkefnið.

Ég ákvað að setja smá sýnishorn af því sem við erum að gera með þessari færslu þannig að ef þú smellir á myndina færðu að sjá hvernig forsíðan í verkefninu okkar mun nokkurnvegin líta út. Ég er mjög ánægður með þetta og eftir að Þolli setti þetta svona listavel upp í Photoshop þá tókst mér að kóða þetta nokkuð vel þannig að útkoman er næstum því alveg eins og fyrirmyndin. Svo er nottla nauðsyn í þessu námi að hafa allt fullkomið þannig að maður þarf að validata kóðann sem maður gerir þannig að það má ekki vera ein pínu ponsu villa í kóðanum en þetta gekk allt upp hjá mér og ég fékk grænt ljós hjá validatornum. :)

En allavega, eftir að ég var búinn að þvo og Rebekka hætt að vinna í nýju heimasíðunni sinni (við bíðum öll spennt) þá röltum við niður í bæ (já ég sagði röltum! ég tók ekki strætó í þetta skiptið ótrúlegt en satt). Þar hittum við krakkana hjá Gústa (en ekki hvar?!) og fengum að borða og lékum okkur í tölvunum og spjölluðum fram á nótt. Ég hjálpaði Steinunni að setja inn myndir sem þið hafið kannski gaman af að skoða. Svo var ég skammaður fyrir að vera ekki búinn að setja link á síðuna hennar Rebekku og það er nottla skömm að því en núna er ég búinn að bæta úr því! :D

Það var mjög gaman á föstudaginn þótt við fengjum ekki að horfa á stuttmyndirnar sem var búið að lofa okkur og ég var mikið búinn að hlakka til að sjá. Eftir partýið uppí skóla fór hersingin niður í bæ og þar var dansað langt fram á morgun. Í gærkvöldi (lau) þá kíkti ég í diskókeilu með krökkunum og það var virkilega skemmtilegt. Við verðum að gera það aftur einn daginn þótt keilan sé í sjálfu sér aukaatriði. Það snýst bara um að skemmta sjálfum sér og öðrum.

Þannig að þetta er semsagt búin að vera frábær helgi eins og þær flestar. Næsta helgi verður sko alls engu síðri því þá koma strákarnir í heimsókn og það verður sko þvílíkt fjör! En núna ætla ég að fara að halla mér og mæta hress í skólann á morgun og vinna áfram í verkefninu okkar. Finnst ykkur þetta annars ekki koma bara vel út hjá okkur? Kvejða frá Kolding,
Maggi.
blog comments powered by Disqus