sunnudagur, október 24, 2004

Ótrúlegt en satt

Eða kannski bara ekki svo ótrúlegt, en það var rosalega gaman um helgina. Á föstudaginn ákváðum ég, Gústi og Elva að kíkja útá lífið þrátt fyrir að ég og Gústi værum að taka edrú helgina okkar langþráðu. Við kíktum fyrst í partý til Agga og þar var margt um manninn og mjög gaman. Við blótuðum því að vísu mikið að hafa gleymt myndavél en hún kemur bara með næst. Eftir partýið skellti liðið sér niðrí bæ og ég og Gústi vorum lengi að ákveða okkur hvort við ættum að nenna að fara á Shitstop (sem er uppnefni og réttnefni á staðnum Pitstop hér í bæ). Það endaði með því að við skelltum okkur og dönsuðum þar við Elvu og Láru alla nóttina! Það var rosalega skemmtilegt og ég var ekki kominn heim fyrr en um hálf sjö! Hélt aldrei að ég myndi endast svona lengi án þess að vera í glasi. Þetta var frábært kvöld.

Í gær var svo búið að plana að halda vídjókvöld og það gerðum við sko með pompi og prakt! Það kom alveg fulllt af fólki í heimsókn og við borðuðum ógrynni að poppi og snakki og gosi og horfðum á þrjár bíómyndir! Það var alveg frábært kvöld líka og við ætlum sko pottþétt að gera þetta aftur mjög fljótlega. Þannig að þetta var mikil sukk-helgi þrátt fyrir að hafa ekki bragðað deigan dropa af áfengi. Næstu helgi er hinsvegar hrekkjavaka og plönuð nokkur partý, ótrúlegt hvað Íslendingar eru duglegir að halda partý alltafhreint. En það var svo gaman að djamma edrú að það verður pottþétt fastur liður í mínu lífi héðan af.

Á morgun byrjar svo nýtt verkefni í skólanum og í þetta skiptið fáum við að velja sjálf hópana. Spurning hvernig það fer allt saman. Líka mjög forvitnilegt að sjá hvað verkefnið verður því við munum vinna að því í átta vikur hvorki meira né minna! Fyrst bara smá með skólanum því við verðum í tímum líka en eftir mánuð verða engir tímar og við einbeitum okkur bara að þessu stóra verkefni. Það styttist líka á hverjum degi í að maður komi heim og ég held að það sé málið að fara hugsa um árlega JólaTaðinn sem verður haldinn rétt fyrir jól að venju. Það var skuggalega gaman í fyrra og planið er að toppa allt sem á undan hefur farið hvort sem það var AmmælisTaður eða PáskaTaður eða JólaTaður eða hvað! Takið frá restina af árinu til að jafna ykkur þið sem mætið, þið vitið hver þið eruð... ;) Over and out,
Magchen in sober action.
blog comments powered by Disqus