Hrekkjavaka tekin með stæl!
Það rættist aldeilis spádómur okkar um partýið því það var rosalega skemmtilegt! Fólkið var mjög duglegt við að mæta í búningum og voru þeir margir hverjir virkilega flottir og mikið lagt í þá. Myndavélin var á lofti allan tímann og ég tók rúmlega 250 myndir um kvöldið! Geri aðrir betur! Þær voru allar svo flottar að ég átti í erfiðleikum með að sortéra út einhvern slatta til að setja á netið þannig að ég endaði með því að setja 116 myndir inn! Þið skoðið þetta bara allt saman og hafið gaman af! :D Það á örugglega mikið af fólki eftir að setja myndir á netið úr þessu partýi því það voru mjög margir með stafrænar vélar og endalaust mikið tekið af myndum. Ég set kannski inn linka frá þeim eftir helgina. Núna er partý hjá Gústa en ég held að maður taki því nú frekar rólega eftir hörkudjammið í gær. Myndirnar sem ég setti inn eru á íslenskum server þannig að þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur af utanlands-downlodinu ykkar þótt þið skoðið þær allar. :) Myndirnar eru hér.
Magchen the Cowboy.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum