föstudagur, október 15, 2004

Kóngsins Köbenhavn

Það er nú frekar lélegt að búa í Danmörku og kunna ekki að gera danskt ö á lyklaborðið sitt. En það breytir því ekki að ég er að fara til Kaupmannahafnar á morgun með Jómba. Við ætlum að gista hjá Björk og Sigrúnu eins og ég hef áður sagt. Því verður ekki bloggað um helgina en eftir helgina, ef ég verð duglegur að taka myndir, þá mun ég setja inn myndir frá helginni. Það er gaman að því að setja inn myndir og ég ætla að halda áfram að vera duglegur í þeim efnum fram eftir vetri.

Í gær fór ég í afmæli til Hilmars og það var mjög gaman. Að vísu eru nokkuð margir farnir úr bænum og því var ekki jafn fjölmennt og hefði getað verið en að sjálfsögðu var mjög góðmennt.

Núna er ég að horfa á tónleika með Jóni Ólafssyni í beinni útsendingu af tonlist.is sem Einar Þ. benti mér á. Þetta er tónleikasería og verður á hverjum fimmtudegi fram að áramótum. Endilega kíkið á þetta, næstur í röðinni er Bubbi sem spilar næsta fimmtudag! Gaman að hafa smá tónlistar-tengingu heim enda var maður duglegur að fara á tónleika heima á Íslandi en gerir ekki jafn mikið af því hér í DK því miður. Heyrumst eftir helgi!
Magnús.
blog comments powered by Disqus