þriðjudagur, apríl 13, 2004

And then there were six...

Eða reyndar bara fimm og nokkrir klukkutímar. Last minute preperations í gangi og svona. Kristinn sá er kenndur er við stuð gaf mér aðra málsháttakökuna sína þegar hann pantaði sér kínamat um daginn og ég sagði áður en að ég braut hana að málshátturinn myndi eiga við um ferðina okkar. Úr kökunni kom svo "The smartest thing is to prepare for the unexpected" sem á mjög vel við. En hinsvegar vitum við ekki neitt hvað bíður okkar þannig að það er mjög erfitt að búa sig undir það. Og ef maður er búinn að búa sig undir eitthvað óvænt þá er það ekki lengur óvænt, og það er það sem málshátturinn þýðir held ég. Soldið stúpid ef maður hugsar útí það og voðalega kínverskt eitthvað. :)

Hörku partý á Zetunni á föstudaginn! Vinir okkar snillingarnir halda kveðjupartý fyrir okkur og þar munu spila tvær hljómsveitir og alles. Allir sem þekkja okkur eru velkomnir. Þeir sem eiga staðinn fá að selja þarna bjór þannig að ég held að fólk yngra en átján ára komist ekki inn, og enginn með eigið áfengi (á greinilegum stöðum að minnsta kosti, wink wink). Nánari upplýsingar hér á síðunni þegar nær dregur. Næsta helgi verður ein sú skemmtilegasta í mínu lífi hingað til held ég. Svaka partý fyrir mig og Bigga á föstudaginn, Halla systir og Biggi (ekki sami Biggi samt) að gifta sig á laugardaginn, og svo byrjar heimsreisan á sunnudaginn! Þetta er svakalegt. I'm living in the fast lane! :) Ekki laust við að það sé kominn smá kvíða-tilhlökkunar-hnútur í magann. Nennir einhver að kenna mér andlega íhugun?
Maggi.
blog comments powered by Disqus