þriðjudagur, apríl 06, 2004

Super Duper Countdown-O-Meter Thingy: 11,5 dagar.

Já það eru aðeins ellefu og hálfur dagur þar til að við stígum uppí flugvélina í fyrsta skiptið af sextán næstu þrjá mánuði. Pældíðí! Sextán flugferðir! Og þær ekkert smá langar sumar hverjar. Frá tveimur klst. og uppí örugglega þrettán! Þetta verður svakalegt. Ég og Biggi verðum örugglega komnir með legusár á rassinn eftir að vera búnir að sitja svona svakalega mikið og lengi í einu. Og og á þeim stöðum þar sem við verðum ekki með legusár verðum við með flakandi brunasár því við erum rauðhærðir menn og sólin er ekki bezti vinur okkar, sérstaklega í þeim löndum þar sem hún er þráðbeint fyrir ofan hausinn á okkur. Svo verðum við með magakveisu og pípandi niðurgang allan tímann því maturinn í þessum framandi löndum á eflaust ekkert eftir að fara vel í magann okkar. Fyrir utan nottla að við verðum búnir að fá ógeð af hvor öðrum um leið og við verðum komnir uppí flugstöð þannig að það er bara spurning um hvor okkar mun verða á undan að drepa hinn. Svo erum við að gera þetta svo hratt að við náum ekki að skoða neitt, og það verður eflaust magra daga vesen á hverjum einustu landamærum og flugvöllum sem við förum á og skilur engan tíma eftir til að gera neitt skemmtilegt. Allt sem við kaupum og sendum heim mun týnast í pósti og ef við kynnumst nýju fólki þá verðum við flognir til næsta lands áður en það nær að læra nöfnin okkar.

Þessi litla ræða var fyrir ykkur sem öfundið okkur pínulítið af því að vera við þröskuldinn á einu stærsta og skemmtilegasta ævintýri lífs okkar. Raunin er að við munum skemmta okkur svo vel og blogga svo nákvæmlega um allt sem við gerum, að þið sitjið heima við tölvuna ykkar meðan regnið ber rúðuna og nagið á ykkur húana þar til lyklaborðið er alblóðugt og glerungurinn í tönnunum á ykkur er búnn að eyðast niður að rót. Úff hvað það verður gaman og, tjah... ég er bara ekki frá því að ég sé farinn að hlakka oggopínulítið til! :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus