fimmtudagur, apríl 01, 2004

Flöktandi ást

Einhverstaðar í heiminum
veit ég þú bíður mín,
því einhverstaðar í heiminum
hugsa ég stöðugt til þín.

Ég sá þig bara einu sinni
og aðeins í sekúntubrot
en ég vissi strax í hjarta mínu
að þetta var meira en lítið skot.

Þú varst aukaleikari í bíómynd
sem ég man ekki hvað hét.
Ég skildi ekki hugsanir mínar
eða hvernig hjartað mitt lét.

Í fjóra daga og fjórar nætur
í huganum dvaldi hjá þér.
Þá varð ég að komast aftur í bíó
bara einn með sjálfum mér.

Ég skimaði yfir tjaldið hvíta
en hvergi ég þig sá.
Ég trúði vart að í raun þú værir
að eilífu horfin mér frá.

Að við eyðum ekki ævinni saman
er skelfileg ótrúleg synd.
Ég mun að eilífu elska þig,
eða þar til ég sé næstu mynd.

Maggi.
blog comments powered by Disqus