föstudagur, apríl 09, 2004

Eilíft sólskin

Eternal Sunshine of the Spotless Mind er yndisleg mynd. Ætla að segja sem fæst orð um hana því ég hefði sjálfur viljað vita sem minnst þegar ég sá hana. Jim Carey og Kate Winslet leika aðalhlutverkin og standa sig vel, en það kúlasta er að Charlie Kaufman er handritshöfundurinn! Fyrir þá sem ekki kannast við hann (skamm) þá skrifaði hann t.d. Being John Malcovich og Adaptation, sem eru líka frábærar myndir. Þeir sem fíluðu þær ættu deffinetlí að sjá þessa. Samt tekst honum að toppa sig, því þessi er betri en þær báðar. Fær líka miklu mun hærri einkunn á imdb.com, sem er biblían mín.

Minns er pínulítið veikur. Reyndi að gera sem minnst úr þessu, mætti í vinnuna (eins og fáviti bæ ðe vei með klósettpappír troðinn í aðra nösina því ég fékk mestu blóðnasir sem ég hef nokkurntíman fengið rétt eftir að ég vaknaði klukkan fimm í morgun, alveg fáránlegt) og eyddi deginu þar í að hósta á vinnufélagana þannig að það verða örugglega allir veikir yfir páskana. Leiðinlegt að vera veikur. En maður getur annaðhvort lagst niður og vorkennt sér og reynt að fá aðra til þess að vorkenna sér líka og gefa sér súpu, eða þá að maður getur sagt fokkit og mætt bara í vinnuna og smitað alla í kringum sig og bjargað Flugleiðum frá gjaldþroti vegna seinkanna. Ég voða hetja eitthvað, yfirleitt þegar ég veikist þá vel ég fyrri kostinn og nenni engu þar til mér er batnað. Ef batnandi manni er best að lifa, er þá ekki bara fínt að vera veikur?

Ég er búinn að vera á leiðinni að laga til í herberginu mínu í alveg allt of langan tíma. Það er ekkert alveg á hvolfi, en það er fullt af litlu rusli á skrifborðinu sem þarf amk að stinga einhverstaðar þar sem maður rekur augun ekki í það. Í því felast nefnilega hreingerningar hjá mér, koma draslinu fyrir þar sem maður þarf ekki að horfa á það. Einn daginn verður þetta eins og í teiknimyndunum að ég opna hjá mér skápinn og þrettán tonn af dóti og drasli grafa mig lifandi í herberginu mínu. Ég hef hinsvegar lítið á móti ryki. Ekkert mál að koma hlutunum á sinn stað (þegar maður er hættur að finna nokkurn skapaðan hlut) en að færa allt til bara til þess eins að geta lógað einhverri ló? Það finnst mér óþarfi. Fínt að bíða með það nógu lengi og þá getur maður týnt upp ryk-kanínurnar af gólfinu með höndunum. Skemmtilegt orð, ryk-kanínur. Það hefur örugglega verið fundið upp af einhverjum kana sem fannst of vont orðspor á rykinu (eins og mér). Dust bunnies.
Maggi.
blog comments powered by Disqus