sunnudagur, apríl 18, 2004

Þá er komið að því...

Núna rétt á eftir fer ég útá flugvöll og skelli mér um borð í flugvél sem flytur mig til Englands. Mér fannst nú ekki nema rétt að henda inn eins og einni færslu áður en ég færi.

Dagurinn í dag var alveg frábær! Halla systir og Biggi mágur giftu sig með pompi og prakt, og þetta var allt saman alveg yndislegt! Athöfnin var æði, Diddú kom öllum að óvörum og söng eitt lag. Pabbi og Magga plönuðu það surprise fyrir brúðhjónin og það var sko vel heppnað! Þeim, og öllum, fannst það alveg æðislegt. Svo söng Stefán Hilmarsson þrjú lög og allir sögðu já á réttum tíma og svona. Að vísu fór presturinn rangt með nafn brúðgumans en hún leiðrétti sig nú strax og allir hlógu bara að þessu. Ég var bílstjórinn þeirra og keyrði þau í myndatöku eftir athöfnina á geggjuðum (4 milljón króna) Audi. Svo komu þau í veisluna sem var virkilega skemmtileg. Frábær matur (alltof mikið borðað auðvitað!) og góð skemmtiatriði. Margrét Eir söng og dansaði, var rosalega fyndin og skemmtileg. Svo voru mjög góðar ræður og skemmtilegir leikir. Þetta var sjö tíma prógramm (!) og ekki ein mínúta sem manni leiddist. Takk elsku Halla og Biggi fyrir yndislegan dag og til hamingju með daginn! Þið eruð æðisleg.

En nú verður ekki meira bloggað á þessari síðu næstu mánuðina. Það verður gert á annari síðu sem hefur áður verið auglýst hér og kemur hér enn og aftur:
maggiogbiggi.tk


En nú óska ég mér og Bigga bara góðrar ferðar og alls hins besta í reisunni. Megi hún vera jafn farsæl og hún verður skemmtileg. Þið fylgist bara með okkur á nýju síðunni, og verið dugleg við að kommenta! Það er stærsti hlekkurinn okkar við lífið heima. Bless bless,
Maggi.

blog comments powered by Disqus