Steggur og gæs
Halla systir og Biggi kallinn hennar eru loksins að fara að gifta sig. Í gær voru þau tekin í gegn eins og góðir siðir segja til um og það var mjög skemmtilegt. Biggi var klæddur upp í Spiderman-búning og látinn syngja og spila á gítar fyrir fólk útum allan bæ og látinn gera allskonar hundakúnstir. Halla var klædd upp í mótorhjólagalla og látin þeysast um á mótorfák og leika einhverjar listir. Hápunkturinn var svo körfuboltaleikurinn þar sem mikið fór fyrir þeim skötuhjúum. Frábær dagur.
Í dag fór ég svo í fermingarveislu í Reykjavík, og skemmst er frá því að segja að þetta var bara ein fermingarveislulegasta fermingarveisla sem ég hef farið í. Helst bar það til tíðinda að Biggi vann risapáskaegg í bingó. Sniðug hefð hjá þessari familíu að hafa alltaf bingó, svona svo fólkið geri nú eitthvað saman. Spurning um að kíkja í körfu í kvöld eða skella sér bara í bíó í bæinn á Dawn of the Dead?
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum