Mr. Brown
Já það vantaði aðeins að hressa uppá síðuna og þar sem ég hef aldrei verið mikill aðdáandi brúna litarins þá ákvað ég að hafa síðuna brúna. Spurning hvort að Skeldan hafi einhver áhrif á þetta... Eftirá að hyggja, svei mér þá... nei ég held bara ekki. Einar Freyr benti mér óbeint á að ég hafði ekki hróflað við neinu hér á síðunni í fleiri mánuði (skiljanlega svosem) þannig að ég ákvað að gera smávægilegar breytingar. En ekki örvænta, það verður sama innihaldslausa bullið í stóru hvítu kössunum sem þið flykkist hér inn til að lesa.
Myndin sem ég setti inn er drullumynd frá liðinni Hróarskelduhátið. Jú, ætli drullan hafi ekki bara náð örlítið til mín því ég hafði endalaust af fallegum sólarlagsmyndum frá Bora Bora og myndir af ótrúlega fallegum hlutum frá Ítalíu um að velja en samt valdi ég þessa. Eins og sést á þessari mynd var þrusugaman (ekki drullugaman, því orði hefur verið raðnauðgað síðan hátíðarsvæðið varð að hátíðarsvaði) þrátt fyrir drulluna.
Ég horfði á alveg hreint magnaða mynd í gærkvöldi. Ég mæli eindregið með henni bæði fyrir þá sem þjást af alvarlegu svefnleysi og þá sem hafa mikla unun af því að horfa á veggi tímunum saman. Í þessari mynd gerðist nákvæmlega þetta. Tveir óþekktir gaurar sem heita báðir Gerry (en það heitir myndin einmitt) fara í gönguferð um eyðimörk af óþekktum ástæðum, og þeir villast. Þeir ákveða að ganga áfram svona fyrst að þeir eru villtir. Þeir segja ekki neitt. Þeir gera ekki neitt. Þeir einfaldlega arka um þessa blessuðu eyðimörk í einn klukkutíma og fjörtíu mínútur. Labba og labba og labba og labba í eyðimörkinni þar til annar þeirra drepst og hinn fer heim. Þetta er sú allra tilgangslausasta og langdregnasta mynd sem ég hef nokkurntíman séð. Ég kláraði þó að horfa á hana alla svo ég gæti nú drullað yfir hana og hafa örugglega ekki misst af neinu. Ég hefði vart lifað af ef ég hefði ekki sent á bilinu 1.3 og 1.4 milljón SMS á meðan. Þannig að allir útá leigu og fá sér eitthvað annað en Gerry! Ekki láta blekkjast af því að Matt Damon og Casey Afflek leika aðalhlutverkin (og einu persónurnar) og að Gus Van Sant leikstýrir henni. Það þarf einhver að hringja í þá og spyrja hvað þeir voru að pæla.
Mig langar að sjá fundinn þar sem Gus Van Sant útskýrir hugmyndina að myndinni sem hann vantar fjármagn fyrir (hún var skotin í Argentínu þannig að hún hefur nú kostað eitthvað). "Sko, þetta er mynd um tvo gaura, annar heitir Gerry og hinn heitir... eh... Gerry. Þeir labba um eyðimörk í tæpa tvo tíma... og svo deyr annar þeirra! ... " Það er hægt að komast upp með allan fjandann ef maður er frægur. Jæja, ég er farinn að sofa. Bless bless, og ekkert kex!
Bert.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum