fimmtudagur, júlí 08, 2004

Special Needs

Placebo í höllinni áðan. Rokk og sviti. Þrusu gaman.

Mér gengur ekki alveg nógu vel að gera ekki neitt. Ég ætlaði bara að liggja í rúminu mínu og stara útí loftið eða sitja í sófanum og horfa á sjónvarpið allan daginn í nokkra daga eftir að ég kæmi heim. En nei, ég þarf að redda einhverju tollveseni og sækja um íbúðir í Danmörku og sækja um vinnu (sem ég byrja örugglega í um helgina) og þess á milli hangi ég í tölvunni!

Þar sem ég hangi í tölvunni ætti ég auðvitað að vera að sortéra allar myndirnar sem við tókum en ég nenni því bara ekki. Það er svo rosalega mikið verk. Ég er þó búinn að henda þeim inná tölvuna, og þær voru ekki fjögur þúsund eins og ég hélt. Þær voru bara þrjú þúsund. BARA þrjú þúsund. Það er alveg slatti af myndum. Það gerir að meðaltali um 38 myndir á dag, og ef ég reikna með því að ég hendi eitthvað af þessu þá er hægt að segja að ég hafi tekið heila 36 mynda filmu á hverjum einasta degi!

Þannig að ef ég hefði verid með venjulega filmumyndavél þyrfti ég að framkalla 79 36 mynda filmur. Ef við segjum að það kosti um 2200 krónur að famkalla eina filmu myndi það kosta 173.800 krónur að framkalla þetta. Ég myndi þurfa albúm og 200 mynda albúm á 1000 kall myndi bæta við 15 þúsund kalli. Þetta myndi því kosta mig kringum 200.000 krónur. Ég veit að þetta er ekki raunverulegt dæmi því ég myndi aldrei taka svona mikið af myndum á filmu, en það er ekki spurt að því í þessu dæmi. Ég borgaði bara 50 þúsund fyrir myndavélina og því er hún búin að borga sig fjórfalt upp bara í þessari ferð. Allir að kaupa sér stafræna vél! :)

- kók -
Ég held að ég sé endufæddur sem kókisti. Íslenskt kók er svo gott að ég er farinn að drekka það í lítratali á hverjum degi. Magnað hvað maður finnur mikinn mun. Þeir hljóta að setja meira koffein eða eitthvað í kókið hérna ég get svo svarið það. Ég er að drekka kók núna. Ahh... hvað það er gott.
Maggi.
blog comments powered by Disqus