sunnudagur, júlí 18, 2004

Taður* Dauðans

Það var ekkert smá gaman hjá okkur um helgina uppí sumarbústað. Alltaf þegar maður heldur að það bara sé ekki hægt að toppa bústaðaferðirnar okkar þá gerum við akkúrat það! Þessi sló flest met held ég og allir skemmtu sér konunglega leyfi ég mér að fullyrða. Á föstudagskvöldinu voru kringum 15 manns og þá var mikið sungið og spilað á gítar og auðvitað grillað og hangið í heita pottinum. Á laugardeginum voru svo vaktaskipti og slatti af fólki fór heim og nýjir komu í staðinn. Það hafa verið um 12 manns í gærkvöldi og það var töluvert öðruvísi stemmning í gær heldur en á föstudaginn. Reglan er að seinna kvöldið er alltaf skemmtilegra og það breyttist ekkert með þessari ferð. Bústaðurinn breyttist skyndilega í dansstað þar sem fólk missti sig í hamslausri gleði á dansgólfinu við undirleik Fatboy Slim**. Þegar líða tók á nóttina tóku sumir ónefndir menn örlítið flipp og ég get svo svarið það, ég hef oft hlegið mikið, en aldrei eins mikið og í gær. Ég stóð ekki í lappirnar.
 
Gaman að segja frá því að í gærkvöldi tókum ég og Stinni og Nelson smá labbitúr niður að vatni og á leiðinni heyrðum við þvílík læti frá einum bústað uppí hlíðinni. Við urðum auðvitað að athuga hvort þar væri ekki gott partý að finna og bönkuðum uppá. Og viti menn! Við lentum í partýi með eintómum Keflvíkingum! Þetta voru aðeins eldri krakkar en maður kannaðist samt við langflest andlitin. Það var mjög gaman að heimsækja þau en við stoppuðum stutt því okkur vantaði bjór. Þegar við komum svo aftur í okkar bústað var svo rosalega gaman þar að við nenntum alls ekki aftur en fengum þó einn góðan gest úr hinum bústaðnum til okkar.
 
Allir sem misstu af þessari snilld verða bara að mæta næst. Ammælisbústaðaferðirnar eru besta skemmtun sem völ er á segi ég og skrifa. Þar sem ég er að flytja til Danaveldis þá verður líklega engin bústaðaferð fyrr en næsti Ammælis-taður verður haldinn. Þá skulu sko allir taka sér frí á föstudeginum í vinnunni og það verða þrjú kvöld og þrír dagar sem fara í að fagna 23ja ára afmælinu mínu! En núna þarf ég að fara að sofa svo ég lifi nú daginn af í vinnunni á morgun. Það var nefnilega ekki mikið sofið um helgina. :)
Maggi
 
* (Taður = Bústaðuinn Góuhlíð)
** (Fatboy Slim = Feiti mjói feiti mjói)
blog comments powered by Disqus