mánudagur, júlí 26, 2004

Stundum er bara gaman að vera til

Undanfarnir dagar hafa verið mjög skemmtilegir. Merkilegt hvað það getur ræst úr vinnuhelgum. Ég er voðalega mikið helgarbarn eins og líklega flestir sem ég þekki. Á föstudaginn kíkti ég til Atla og hitti alla strákana og það var mjög gaman. Jói mættur aftur á klakann eftir tvo mánuði á Grænlandi af öllum stöðum! Auðvitað þurfti ég að fara tiltölulega snemma að sofa enda vinna daginn eftir en það var líka bara allt í lagi. Á laugardeginum var mér svo boðið í grillveislu hjá Torgeirz og vitandi að slík veisla myndi eflaust leysast upp í fyllerí og vitleysu reddaði ég mér skiptivinnu fyrripartinn í dag (alveg mögnuð redding á síðustu stundu).

Grillveislan var mjög skemmtileg (takk fyrir mig!) og svo var haldið niður í bæ og kíkt á liðið á Pizza 67 þar sem var staffapartý. Svo tróð ég mér einhvernveginn inn á Traffic, nýjastu tilraunina til að nýta þetta húsnæði við hliðina á 67, en eins og allir vita liggur bölvun á þessu pleisi og allt fer á hausinn. Það var stappað þar inni og mikil stemmning og virkilega gaman. Eftir að hafa svo haldið mjög lítið og stutt eftirpartý (og afskaplega fyndið eitthvað) og svo náð að sofna í klukkutíma, dreif ég mig svo í vinnuna ákaflega hress að sjálfsögðu. Þynnkan var þó ekkert að drepa mig og er það líklegast útaf því að ég náði að borða fjóra hamborgara í grillveislunni! Geri aðrir betur.

Í kvöld kíktum við strákarnir svo í bíó á I, Robot og það er hin fínasta skemmtun og má alveg mæla með henni. Það er farið að hlakka í manni að komast norður og upplifa verslunarmannahelgina þar í enn eitt skptið. Það hefur ekki verið leiðinlegt hingað til og spái ég því að engin breyting verði þar á þetta árið. Svo styttist í að maður sé bara á leiðinni til Danmerkur! Tíminn líður svo ótrúlega hratt eitthvað. Á morgun er ég á leiðinni í bæinn með nokkrum af strákunum og ég er að spá í að kaupa mér skó! Eða amk reyna að byrja á því að leita mér að skóm því það er venjulega um tveggja vikna prósess hjá mér sko. Ég hlýt nú bara að finna eitthvað sniðugt, vonum það. En hvernig lýst ykkur annars á græna litinn?
Maggi.
blog comments powered by Disqus