fimmtudagur, júlí 29, 2004

Akureyriiiiiiii!

Maður situr sko ekki auðum höndum þessa verslunarmannahelgi frekar en endranær. Í ár er stefnan sett á höfuðborg norðurlands og það verður hrikalega gaman. Því miður er þetta stutt fríhelgi, s.s. ég þarf að fara að vinna á mánudagsmorgun, en maður gerir bara það besta úr þessu. Við keyrum í fyrramálið kl. 6 beint eftir næturvaktina mína til þess að losna við traffík og auðvitað til að geta eytt meiri tíma á Akureyri. Mér finnst einhvernvegin eins og stefnan sé almennt sett á Akureyri hjá fólkinu sem ég hef talað við og heyrt um enda verður góða veðrið þar eins og alltaf. Ég kem eflaust með einhverjar svæsnar djammsögur eftir helgina þannig að farið ekki langt...
Maggi.
blog comments powered by Disqus