þriðjudagur, júlí 20, 2004

Oh Crappy Day

It's just one of those days. Ég ætti ekki að vera að blogga núna. Það er bara eitt á eftir öðru. Í gær og dag er ég búinn að þurfa að borga um 20 þúsund kall í óvæntan og óþarfa kostnað. Ömurlegt, sérstaklega þegar maður er svona fátækur eftir heimsreisuna. En ég ætla ekki að draga ykkur niður með einhverju væli, það hjálpar engum. Spurning um að koma sér bara í vinnuna. Ég er nefnilega kominn yfir á næturvaktir, sem er reyndar alveg besta mál. Vonandi gengur þessi vika betur hjá ykkur en hjá mér. Og já, svo er búið að bjóða mér í bústað og partý um næstu helgi og mig langar í bæði, en ég get ekki farið í bæði. Ég get farið í hvorugt! Vinna, alla helgina. Næsta vika verður betri, og þá sérstaklega helgin því þá er verslunarmannahelgi! Woohoo! Ég ætla að skella mér norður og heimsækja liðið þar og jafnvel kíkja á ball. Það verður sko hrikalega gaman.
Maggi.
blog comments powered by Disqus