laugardagur, desember 05, 2009
Tilraun
Á morgun er partý á skólabarnum. Þar munu spila tvær hljómsveitir og það verður eflaust gaman. Á sunnudaginn er svo planið að fara til Vínar og hitta Ósk sem kemur frá Íslandi, og auðvitað Mandý og fjölskyldu. Á mánudaginn á Ósk svo afmæli! Stór-afmæli meira að segja, hún verður aldarfjórðungs gömul. Kannski við nýtum tímann og kíkjum á jólamarkaðina í Vín og jafnvel á ljósmyndasýningu, hver veit?
Jæja, best að hætta þessu. Ég ætla að lesa yfir það sem ég skrifaði. Kannski er skemmtilegra að ég leiðrétti villurnar og segi frekar í lokin hvað ég gerði margar? Sjáum til, ég skrifa bara eftirmála um þessa glötuðu tilraun. :)
Maggi.
E.s: Þetta var bara ekki svo slæmt! Villurnar fá að standa. :p
þriðjudagur, desember 01, 2009
Fjögur ár
Í dag fór ég til Linz í bíó þar sem voru sýndar stuttmyndir eftir nemendur í skólanum mínum í Hagenberg. Margar þeirra voru mjög flottar en því miður voru þær flestar á þýsku þannig að ég skildi ansi lítið. Við kíktum líka á jólamarkaðinn í miðbænum og á finnskan jólamarkað hvorki meira né minna! Við fórum þangað með finnskum vini okkar og hann spjallaði við allt sölufólkið á finnsku. Frekar súrealískt því maður býst ekki við svo norrænni stemmningu í Austurríki. Þetta er víst markaður sem ferðast um Austurríki (og kannski Þýskaland, man ekki alveg) en var að koma til fyrsta skipti til Linz. Ég smakkaði Gluhwein (heitt jóla-vín) og finnskan grillaðan lax sem var mjög gómsætur. Ég verð nú líka að koma því að að í dag keypti ég mér úlpu í dag, bara af því að hún var á 85% afslætti! Hún er reyndar mjög þægileg og ágætlega flott, en ég keypti hana aðallega útaf afslættinum. Gerir það mig að nýskupúka?
Maggi fjögurra ára og 10.000 daga gamli.
mánudagur, nóvember 30, 2009
Níuþúsundníuhundruðníutíuogníu
Maggi.
sunnudagur, nóvember 29, 2009
Sítrónukjúklingur
Annars er ég einn í kotinu þessa dagana og það er óttalega skrítið eitthvað. Við Ósk erum vön að vera svo mikið saman að þetta eru mikil viðbrigði! Það verður eflaust minna einmannalegt þegar vinnuvikan hefst og ég mæti í skólann.
Magg1.
miðvikudagur, nóvember 25, 2009
Á eftir 1000 kemur 700
Hellúú. Ég ákvað að búa til mitt eigið blogg just 4 the fun of it! Gaman að þessu. Ætla að reyna að samtvinna þetta eitthvað við heimasíðuna mína og uppfæra reglulega (yeah right!). En hver veit, kanski býr í mér lítill athafnamaður sem langar að láta listræna útrás sína blómstra hér á þessari forlátu síðu. Sem verður uppfull af flash dóti áður en langt um líður! Sjáðu bara til!
Kveðja, Maggi.
Ég stóð við orðin mín og setti fullt af Flash-dóti inná síðuna, en það skraut var tekið niður fyrir löngu. Þegar þetta var skrifað var ég nýhættur í verkfræðinni í H-skólanum og farinn að velta því fyrir mér að kíkja í heimsspeki. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá! Heldur betur. Eftir rúmt hálft ár verð ég búinn með masters gráðuna mína og árið 2002 hefði ég ekki getað giskað á í hverju hún er! Reyndar geta flestir sem þekkja mig í dag ekki heldur sagt í hverju hún er, en það skiptir kannski ekki öllu máli. :)
Kannski fer ég með sögu bloggsins míns þegar ég er búinn með 1000 færslur eða bloggið verður tíu ára. En bloggið er nú bara sjö ára og færslurnar eru bara 700. Þess má til gamans geta að það hafa að meðaltali liðið 3.7 dagar á milli færslna hjá mér (eða reyndar 3.6871) þannig að mér finnst ég bara hafa verið nokkuð iðinn! Hundrað færslur á ári eða svo. Hvað ætli ég endist lengi hérna? Verð ég ennþá að blogga eftir sjö ár í viðbót? Verður fólk kannski búið að gleyma hvað blogg er eftir þann tíma? Maður spyr sig.
Maggi.
miðvikudagur, nóvember 18, 2009
1000
Um helgina sáum við reyndar aðeins meira af bænum þegar Nóra systir Óskar og Matti maðurinn hennar komu í heimsókn með dætur sínar þrjár, Nínu Dís, Emilíu Ósk og Önnu Sóleyju. Þá fórum við í göngutúr og fundum flottan leikvöll fyrir aftan grunnskólann í bænum. Það er gaman að systur Óskar búi svona nálægt, þá er dvöl okkar hér einhvernvegin ekki jafn fjarri heimahögunum og hún hefði annars verið.
Í dag þegar við vorum rétt ókomin heim úr skólanum sáum við flugvél á lofti. Það var þota sem skildi eftir sig rák á himninum. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema að við sáum aðra. Og svo aðra. Og aðra. Og aðra. Og aðra. Og aðra. Og aðra. Átta flugvélar á lofti sáum við á sama tíma! Allar skildu þær eftir sig rák þannig að þetta voru allt saman stórar vélar. Við sáum meira að segja eina rák í viðbót en við töldum hana ekki með því hún var gömul og við sáum ekki flugvélina sem bar ábyrgð á henni.
Í kvöld (þriðjudag) buðum við Hannesi og Helene í mat. Við bökuðum handa þeim pítsur og gerðum franska súkkulaðiköku í eftirrétt. Ekki leiðinlegt að koma í heimsókn til okkar! Við hittumst iðulega á þriðjudögum og horfum saman á nýjustu þættina af How I Met Your Mother. Í Ameríkunni eru ansi margir góðir þættir sýndir í sjónvarpinu á mánudagskvöldum sem þýðir að við sem nálgumst þá á netinu höfum nóg að gera á þriðjudögum. Við fylgjumst líka með House, Dexter og Desperate Housewives. Við fylgjumst líka með fleiri þáttum en þetta eru bara þeir sem eru á mánudögum!
Við horfum ansi mikið á þætti í tölvunni. Það kemur líka fyrir að við horfum á þýskt sjónvarp þrátt fyrir að við erum ekki með neitt sjónvarp! Hannes lánaði okkur nefnilega tæki sem heitir EyeTV. Það er pínulítið loftnet sem tengist við tæki sem er eins og USB lykill. Á loftnetinu er segull þannig að maður getur sett það á hvaða hlut sem er úr járni, t.d. ofn, og þá virkar það eins og risa loftnet. Mjög sniðugt. Útsendingin er stafræn og því mjög skýr! Það er verst að ég er ekki með nægan grunn í þýsku til að geta skilið hvað er í gangi. Ég hef þó verið að læra þýsku með því að nota forrit sem Hannes reddaði okkur (já, Hannes er reddarinn okkar því hann er með mjög hraða nettengingu!) sem heitir Rosetta Stone. Með því get ég talað við tölvuna og hún segir mér hvort ég sé að bera þýskuna rétt fram. Maður lærir líka orðaforða, málfræði og nokkurnvegin allt sem maður þarf til að kunna tungumál! Auðvitað gerist það ekki á einum degi, en einhversstaðar verður maður að byrja. Ég er líka í þýskutímum á hverjum miðvikudegi, sem er bara nokkuð skemmtilegt. Ósk prófaði að mæta með mér í fyrsta tímann en eins og við var að búast þá var námsefnið of auðvelt fyrir hana, hún hefur jú lært þýsku og búið í Þýskalandi.
Við söknum þess að búa í Kaupmannahöfn. Auðvitað söknum við Íslands og allra heima á klakanum, en það er alltaf þannig. Það er óvanalegt að við söknum þess að búa í Kaupmannahöfn, nú einfaldlega vegna þess að við erum vön að vera þar! Ætli við séum ekki að átta okkur á að við munum sakna þess að vera þar þegar við flytjum heim til Íslands. Það er margt gott við að búa þar, íbúðin okkar er frábær, við eigum góða vini, borgin er falleg og vingjarnleg (oftast), og veðráttan er voðalega passleg. Ekki of heitt á sumrin og ekki of kalt á veturna. Ef bangsamamma ætti að velja sér borg til að búa í þá myndi hún eflaust velja Köben og Gullbrá myndi pottþétt elta hana þangað.
Við erum mikið að vinna með After Effects þessa dagana, sem mér finnst ekki leiðinlegt! Að vísu erum við mest að stússast í að laga stop-motion myndbandið sem við gerðum, sem þýðir að það er mikil handavinna og ekki mjög skapandi, en það er samt skemmtilegt því After Effects er alveg frábært forrit. Það eru svo margir möguleikar í því til að vinna með hverskyns mynbönd. Mig langar að kunna miklu meira á það. Alltaf þegar ég læri eitthvað nýtt fæ ég á tilfinninguna að ég sé bara að klóra í yfirborðið af því sem er hægt. Nú þurfum við að fara að sinna stóra annarverkefninu okkar betur, sem þýðir að við verðum að vinna með Maya. Svo þurfum við fljótlega að fara að ákveða hvað við ætlum að vinna með í stóra lokaverkefninu okkar á næstu önn! Það styttist heldur betur í annan endann á þessu námi okkar. Bara sjö og hálfur mánuður eftir! Alveg magnað.
Jæja Fjóla, þá er þetta komið gott. Ég ætla ekki að biðja um aðra áskorun því ég held að enginn myndi lesa bloggið mitt ef ég myndi skrifa færslu sem væri tvöþúsund orð, en samt fjallaði ekki um neitt. ;)
Maggi.
föstudagur, nóvember 13, 2009
Föstudagurinn þrettándi
Ég er hræddur um að Fjóla væri ansi reið ef ég myndi ekki blogga í dag, það eru komnir níu dagar síðan ég bloggaði síðast og hún var búin að heimta a.m.k. tíu mínútna blogg innan við tíu dögum síðar. Þannig að hér er bloggið Fjóla! :)
Í dag var ég að teikna í skólanum, og ég er ekki mjög góður í því. En það snerist sem betur fer minna um að teikna vel og meira um að teikna rétt. Við vorum í hand-drawn animation tíma. Það fóru ansi margar arkir í að teikna bolta sem skoppar og snæri sem sveiflast, allt eftir kúnstarinnar reglum. Við höfum reyndar lært svipaða hluti áður en nú fáum við meiri tíma til að spreyta okkur og með betri græjur en í skólanum okkar í Danmörku. Allir fengu sitt eigið hvíta hálfgagnsæja teikniborð og fyrir aftan það skein ljós þannig að auðvelt var að sjá síðustu teikninguna gegnum blaðið. Þannig teiknar maður hverja teikninguna af annarri og reynir eftir fremsta megni að setja rétt bil á milli og teygja, toga og sveifla hlutnum í rétta átt. Á morgun höldum við svo áfram með því að teikna öldur. Þegar öldurnar eru tilbúnar eigum við að teikna bát sem skoppar á öldunum. Ef við getum eigum við að teikna mann sem skoppar í bátnum. Ef það reynist auðvelt eigum við að láta hatt skoppa á hausnum á honum! Þannig að það eru orðin ansi flókin sambönd milli allra þessara hluta. Reyndar langar mig svolítið að gera flöskuskeyti frekar en bát, og láta skeytið hoppa uppúr flöskunni. Kannski fæ ég aðra hugmynd á morgun sem verður ennþá skemmtilegri.
Að flestu leyti er skólinn hérna skemmtilegur. Þótt við séum ekki bara í tímum sem okkur langar að vera í (suma þurftum við að taka til að fá nægilega margar einingar) þá eru verkefnin í þeim flestum alveg ágæt, og kennararnir mjög fínir. Það var mjög gaman að prófa að taka upp green-screen myndband, og gaman að vinna með þau vídjó. Það var ennþá meira gaman að gera stop-motion mynd með brúðu sem við bjuggum til. Hún var um fótboltakall sem var frekar óheppinn. Ég set þá mynd hér á bloggið þegar við erum búin að vinna alla eftirvinnsluna.
Ósk er að hlusta á jólalög! Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það, það er frekar kósí, en nóvember er ekki einu sinni hálfnaður og það er ekki farið að snjóa ennþá hjá okkur! Hún vildi meina að ég væri bara heppinn að hún væri ekki byrjuð fyrr, og kannski er það rétt hjá henni.
Við bökuðum muffins áðan. Nammmm þær eru góðar og eru fullkomið nesti fyrir morgundaginn þar sem við þurfum að vera í skólanum frá níu til fimm að teikna. Þetta er eini laugardagurinn alla önnina sem við þurfum að vera í skólanum. Næsta laugardag er svaka ball í skólanum, allir að dressa sig flott og svona. Það er haldið í kastalanum hér í bænum. Jebb, þótt bærinn sé ekki stór þá er kastali og allt. Áður en ballið er, á fimmtudaginn, er partý í skólanum. Það eru mjög reglulega skólapartý hérna, og iðulega er þema. Þemað núna næst er Ninjas vs. Pirates. Virkilega nördalegt, en ekki jafn nördalegt og síðasta þema. Þá var þemað "Hello World!". Þeir skilja sem hafa einhverntíman forritað eitthvað.
Fólkið sem býr á efri hæðinni er ekki búið að vera heima í marga daga, sem er ekki nógu gott því þá getum við ekki borgað leigu! Það er sonur hjónanna sem eiga húsið sem býr hér fyrir ofan með kærustunni sinni, og hann á að taka á móti leigunni frá okkur. Vonandi verður okkur ekki hent út fyrir að vera lélegir leigjendur.
Hahaha, Ósk var að segja mér að Fjóla hefði verið að minna á áskorunina á Facebook. Ég var byrjaður og allt saman áður en hún minnti á þetta! Ég stend við mitt. Núna er ég meira að segja búinn að röfla í heilar sextán mínútur! Ætli þetta sé ekki komið gott. Þessi færsla er farin að minna á þegar ég skrifaði eins langa og leiðinlega færslu og ég mögulega gat til að tjékka hverjir nenntu að lesa hana til enda. Ég fékk nokkur komment frá óánægðum lesendum sem þrjóskuðust til að lesa hana til enda! Haha! Ég get verið svo fyndinn.
Klukkan er 21:39, föstudaginn þrettánda nóvember, tvöþúsundogníu.
Jæja Fjóla, hver er næsta áskorun? ;)
Magnús bróðir.
miðvikudagur, nóvember 04, 2009
Á leið í þýskutíma
Þetta verður stutt færsla því þýskutíminn minn byrjar eftir sjö mínútúr! Það var svaka stuð í Búdapest, myndir á facebook á morgun. Við fórum í heimsókn til Nóru og co. í Passau um sl. helgi og það var svaka næs! Gerðum ekkert í tengslum við Halloween í fyrsta skipti í nokkur ár. Í kvöld er Trailer-night í stærsta salnum hér í skólanum. Hannes vinur okkar sér um það, þar mun fólk hittast og drekka bjór og horfa á svosem eins og 100 bíómynda-treilera, eða stiklur eins og ég held að það heiti á íslensku. Það verður eflaust gaman, en maður verður eflaust steiktur á því að fá svona mikið af upplýsingum á svona stuttum tíma! :)
Klukkan er 17:56.
Maggi.
laugardagur, október 24, 2009
Ungverjaland
Planið er að skoða þessa (eflaust) flottu borg með túristarútum (sem eru líklega á tveimur hæðum og efri hæðin opin), kíkja út á lífið, versla jafnvel svolítið, og hvað annað sem okkur dettur í hug. Reyndar hefur þetta verið allt ákveðið fyrirfram af einhverjum í skólanum okkar en við höfum ekki fengið að sjá nákvæma dagskrá ennþá. Vonand er hún góð og hótelið okkar líka. Þetta er pínulítið eins og óvissuferð því við vitum svo lítið hvernig þetta verður! Ef þú ert búinn að lesa þessa færslu þá veistu nákvæmlega jafn mikið og ég um ferðina. Ef þú hefur komið til Búdapest veistu eflaust meira.
Myndavélin verður á lofti og ég set eflaust myndir á Facebook. Vonandi verður helgin ykkar góð, og ef þú sérð þetta Halla, skilaðu kveðju til Jóns Arnars og vonandi líður honum ágætlega í puttanum. Pabbi sagði mér hvað gerðist og ég vorkenni honum alveg afskaplega mikið! En hann er stór og sterkur og tekst eflaust á við þetta eins og sannur karlmaður. :)
Maggi frændi.
sunnudagur, október 18, 2009
Stöcklgraben 5, Hagenberg im Mühlkreis
Maggi.
laugardagur, júní 27, 2009
Frí!
Þá er sumarfríið formlega hafið! Við Christian kláruðum lokaprófið með stæl. fengum 12 sem er hæsta einkunn á kjánalega danska skalanum. Við Ósk förum heim til Íslands á fimmtudaginn og byrjum sumarfríið okkar á því að fara á ættarmót á Siglufirði. Það verður örugglega mjög gaman, fyrsta og eflaust ekki síðasta ættarmót þessa hluta fjölskyldunnar.
Allt er klappað og klárt í sambandi við haustið. Við erum búin að leigja íbúðina okkar bæði í sumar og í haust og komin með íbúð í Austurríki rétt hjá skólanum okkar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við njótum þess í botn að vera í fríi í sumar og að við eigum góða skiptiönn í haust í Austurríki.
Maggi.
P.s: Fjóla, er ekki farinn að vera kominn tími á lítinn frænda eða litla frænku? Ég bara spyr. ;)
miðvikudagur, júní 10, 2009
Hagenberg
Við höfum staðið í því núna alla önnina að finna góðan skóla eða fyrirtæki til að eyða skiptiönninni okkar hjá. Næsta önn, sem er sú níunda og næstsíðasta í náminu, er skiptiönn og því eiga allir að finna sér eitthvað annað að gera þá önnina. Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur, en það sem okkur langaði mest var að fara til Hagenberg í Austurríki. Þar er skóli sem heitir The Upper Austria University of Applied Sciences, og hann kennir akkúrat það sem okkur langar mest að læra. Það er animation og post-produtction og fög tengd því.
Þetta ferli er búið að vera þvílíkur rússíbani, við höfum haldið svo oft að þetta væri að ganga upp, en alltaf klikkaði það. Svo vorum við alveg búin að gefa þetta upp á bátinn þegar okkur var tjáð að það væri enginn sjéns fyrir okkur að taka þátt í mastersnáminu þeirra. En núna fyrir nokkrum dögum kom skólastjórinn þeirra með þá hugmynd að við myndum taka fimmtu önnina í bachelor náminu þeirra. Einn af kennurunum í skólanum stakk svo uppá því að við gætum setið tímana en ekki tekið prófin (því einhver þeirra gætu verið á þýsku) og skrifað þess í stað ritgerð um reynslu okkar og farið í próf hér í Danmörku. Þessi tillaga rann í gegn og allir aðliar samþykktu þetta, bæði í Austurríki og skólinn okkar hér í Danmörku.
Við erum semsagt á leiðinni til Austurríkis í haust til að vera í heila önn! Við erum hæst ánægð með þetta, námið er ótrúlega spennandi og skólinn lítur vel út. Ekki nóg með það, heldur eiga systur hennar Óskar heima rétt hjá okkur! Mandý í Vín í tveggja tíma fjarlægtð og Nóra í Passá í Þýskalandi, einn og hálfan tíma í hina áttina.
Það er fleira sem gerir þetta að hinu fullkomna tækifæri. Það eru tveir skiptinemar frá þessum skóla með okkur á þessari önn í Medialogy. Þau heita Hannes og Helene, og þau verða á staðnum í haust og geta ekki beðið eftir að sýna okkur allt þarna í kring og kynna okkur fyrir vinum sínum. Þau eru bæði mjög skemmtileg og við erum ánægð að þekkja nú þegar fólk í skólanum! Við munum líka fá herbergi á kollegí sem er við hliðina á skólanum, og það er líkara hóteli en kollegíi! Herbergin eru þrifin reglulega og það er skipt um á rúmunum fyrir mann! Svo er mötuneyti í húsinu þar sem maður getur fengið sér að borða fyrir lítinn pening.
Þannig að þetta er allt saman bara draumur í dós og við hlökkum ótrúlega mikið að fara þangað. Skólinn byrjar ekki fyrr en í október sem þýðir að við fáum extra langt sumarfrí á Íslandi, langt fram í september. :)
Myndin efst er úr Kjarrmóanum, ég tók hana á gamlársdag. Ef þið smellið á myndina þá getiði séð fleiri myndir af skýjunum. Ég snerti myndirnar ekkert í Photoshop, þær komu svona beint úr vélinni. Ótrúlegir litir. :)
Maggi.
fimmtudagur, júní 04, 2009
Sumarfrí handan við hornið
Magga stjúpa kom svo í heimsókn á mánudaginn og við elduðum handa henni dýrindis rétt þótt við séum afskaplega miklir nýgræðingar í því að elda fyrir grænmetisætu. Takk fyrir skemmtilega heimsókn Magga! :)
Arndís hin ólétta kom svo í heimsókn til okkar í gær og verður fram á sunnudag. Við kíktum á Jensens Bøfhus (til að jafna okkur eftir allt grænmetið! Nei, ég segi svona) og Rakel joinaði okkur. Við sátum og spjölluðum fram að lokun, ég held ég hafi aldrei verið jafn lengi á Jensens! Skemmtilegt kvöld.
Um helgina verður svo haldið Bjórþróttamót hjá Bigga í Óðinsvéum, og það verður eflaust mjög skemmtilegt! Ég hlakka í það minnsta mikið til.
Í næstu viku hefst svo undirbúningur fyrir lokaprófið sem við þreytum 22. júní. Við komum svo heim á klakann 2. júlí. Engin Hróarskelda þetta árið, í fyrsta sinn í sjö ár.
Hér kemur að lokum stuttmyndin sem við gerðum fyrir lokaverkefnið okkar. Takk Jói og Rakel fyrir leikinn, og Ósk fyrir hjálpina við tökurnar. Við Christian vorum bara sáttir með afraksturinn þótt auðvitað hefði margt mátt fara betur. En þannig lærir maður. :)
Maggi.
laugardagur, maí 23, 2009
Nú er sumar, gleðist gumar...
Ég veit nú ekki alveg hvað ég á að skrifa um. Ég er bara búinn að vera með skrifræpu í allan dag og ákvað að nýta hana áður en ég færi að sofa til þess að blogga! Ég held ég hafi aldrei skrifað jafn mikið á einum degi. Ég er búinn að skrifa tólf blaðsíður af hreinum texta í Word. Svo er ég búinn að búa til 13 síður af gröfum og slíku fyrir appendix. Á morgun ætlum við Christian að hittast í skólanum og leggja lokahönd á þessa skýrslu. Svo fer restin af dögunum í að yfirfara og svo fínpússa þetta þar til við þurfum að skila.
Af hverju þarf allt að gerast á sama tíma? Eins og við erum nú ódugleg við að plana helgarnar okkar þá er ein helgi í júní þar sem fjórir atburðir eru, hver öðrum stærri! Þannig að maður þarf heldur betur að velja og hafna. Reyndar er valið ekki mjög erfitt, þegar fjölskyldumeðlimir koma í heimsókn þá er þeim að sjálfsögðu sinnt eins og höfðingjum. ;)
Maggi.
miðvikudagur, maí 20, 2009
Allt á milljón
Maggi.
miðvikudagur, apríl 29, 2009
Törnin að hefjast
Það er heldur betur komið sumar í Danmörku, 18-19 gráður og sól alla daga undanfarið og á næstunni. Maður kvartar ekki yfir því. Við fórum meira að segja á ströndina um helgina! Það var mjög gott að sóla sig aðeins og borða ferskan ananas. :) Eftir strandferðina hljóp ég svo kílómetrana fimm heim í stað þess að taka Metro! Ótrúlegur dugnaður, ekkert lítið dasaður eftir sól og 18 stiga hita.
Maggi.
þriðjudagur, apríl 21, 2009
Kaldbakur
Ég er búinn að setja inn myndir á flickr frá ferðinni á Kaldbak frá því í fyrra. Betra seint en aldrei!
Maggi.
sunnudagur, apríl 19, 2009
fimmtudagur, apríl 16, 2009
maggi.tk sneri aftur til heimahagana
Nú styttist í að við Ósk förum aftur til Danmerkur í vorblíðuna. Verst að maður þarf að helga sig lokaverkefninu næstu tvo mánuðina tæpa. Þetta verður samt eflaust fljótt að líða og komið sumar áður en maður veit af! :)
Maggi.
miðvikudagur, apríl 15, 2009
Myndir frá Akureyrarför
Ég er farinn að nota flickr til að setja inn myndir og er búinn að setja inn nokkrar myndir frá ferðalaginu frá Akureyri til Reykjavíkur nú á mánudaginn.
Maggi.
þriðjudagur, apríl 07, 2009
Blip FM
Maggi.
miðvikudagur, apríl 01, 2009
Magnaðir hlutir að gerast í dag!
Leynilegt neðanjarðarbyrgi á gamla vallarsvæðinu - vf.is
Selja húsbúnað úr gömlum bönkum - mbl.is
Jónsi í SigurRós syngur með Coldplay - sigur-ros.co.uk
Google gerir, CADIE, tölvu sem hugsar sjálfstætt
- Hér er heimasíðan sem CADIE útbjó sjálfkrafa
Nýr bjór, Icelandic Poverty Ale, gefinn í Kringlunni - visir.is
Thom Yorke í Fríkirkjunni í kvöld - rjominn.is
Maggi.
þriðjudagur, mars 31, 2009
Animeisjön
***
Ég reyni oft að forðast það að sletta of mikið á ensku, í það minnsta þegar ég skrifa. Ég fletti því upp orðinu animation í ensk-íslenskri orðabók og fékk þrjár mismunandi niðurstöður.
- Hreyfimynd
- Lífgun
- Myndlífgun
Mér þykja þær allar mjög slæmar. Ef fjallað er um mynd sem er flokkuð sem animation, þá er kannski hægt að segja að hún sé hreyfimynd (þótt það sé alls ekki lýsandi orð því öll myndskeið eru jú hreyfimyndir ekki satt?) en það er ekki hægt að segja að myndin sé lífgun eða myndlífgun. Ef einhver er að búa til slíka mynd, eða að animeita, er sá hinn sami þá að búa til hreyfimynd, að lífga eða að myndlífga? Af þrennu illu er síðasti kosturinn þó skástur.
Ósk vill nota orðið hreyfivæða. Það er gott að því leyti að það er hægt að segja ég ætla að hreyfivæða þetta, en það myndi þó ekki duga sem lýsing á slíkum myndum. Það væri kannski hægt að hreyfivæða hreyfimynd?
Er einhver annar með betri tillögu? Það er synd að orðið animeita sé komið í orðaforða manns. Ætli maður noti ekki teiknimynd frekar en animation um slíkar myndir, en þrívíddar-teiknimyndir eru þó ekki teiknaðar, eða hvað?
***
Að lokum ætla ég að deila með ykkur mynd sem mér finnst mjög flott. Myndina fékk ég af Wikipedia og hún er af Hong Kong. Það er hægt að fá enn stærri upplausn af myndinni þar. Ég minnkaði hana þannig að hún passar á "skjáborðið" mitt. ;)
Maggi.
sunnudagur, mars 29, 2009
föstudagur, mars 27, 2009
Útihlaup
Ég er farinn að hlaupa af og til hér um nágrennið, og þar sem við búum niðri í bæ hér í Köben þá er ótrúlega margt að sjá. Ég hef enn ekki hlaupið sömu leiðina og það er af nógu að taka. Ekki spillir fyrir að ef ég hleyp með símann minn við höndina þá get ég notað forrit sem heitir RunKeeper sem skráir niður leiðina sem ég hleyp, hversu hratt ég hleyp hverju sinni og fleiri upplýsingar í þeim dúr. Það er gaman að skoða leiðina eftirá og deila því með öðrum því það er mikil hvatning til að halda þessu áfram. Í dag hljóp ég að litlu hafmeyjunni og til baka framjá Kongens Nytorv og Nyhavn.
Maggi.
fimmtudagur, mars 26, 2009
iChat
Við Ósk horfðum á Breakfast at Tiffany's í kvöld sem er merkilegt fyrir þær sakir að ég hef aldrei séð hana áður! Það er auðvitað synd og skömm, en nú er ég búinn að bæta úr því. Listinn yfir klassískar myndir sem allir eiga að vera búnir að sjá en ég á eftir að sjá er reyndar alveg skammarlega langur. Ég er búinn að verða mér út um slatta af þeim og vonast til að bæta úr þessu smám saman.
Maggi.
miðvikudagur, mars 25, 2009
Here's looking at you, blog
Við erum í skemmtilegum tímum þessa önnina í skólanum. Einn þeirra er vídjóvinnsla (Advanced Audiovisual Production) þar sem við hlaupum um ganga skólans með flottar vídjóvélar og þykjumst vera kvikmyndagerðarmenn. Útkoman er svona upp og ofan en yfirleitt er mjög gaman bæði að skipuleggja, taka upp og klippa myndirnar. Nýjasta afurðin er mynd sem við ákváðum að kalla Fjórir eða FOUR. Í henni er sögð saga með fjórum myndavélum, en öll myndskeiðin sjást allan tímann á skjánum. Hljóðið er notað til að leiða áhorfandann að því sem er merkilegast í sögunni hverju sinni. Hér er útkoman. Athugið að það er hægt að horfa á myndina í háskerpu með því að smella á HD hnappinn á spilaranum.
Maggi.