föstudagur, janúar 23, 2004

Adventure

Ég og Biggi höfum verið að hittast nokkur kvöld núna í janúar til þess að plana þessa heimsreisu okkar. Við erum komnir með ágætis plan, kringum tuttugu lönd, tólf flugferðir, tæpir 80 dagar, og áætlun uppá u.þ.b. 700 þúsund krónur. Þetta er nokkurn vegin það sem við töluðum um í upphafi og við erum bara ánægðir með þetta. Það á þó örugglega eftir að breytast töluvert, við eigum eftir að endurskoða þetta allt saman, en erum búnir að setja saman grófa áætlun þannig að við getum farið að panta flugmiðana og farið í bólusetningu og svona. Við förum af stað í apríl, og komum heim 5. júlí eftir Hróarskeldu. Eins og planið lítur út í dag eru þetta löndin og stærstu borgirnar sem við förum til:

USA (New York, Las Vegas, Los Angeles)
Kólumbía (Bogotá)
Brasilía (Sao Paolo)
Argentína (Buenos Aires)
Chile
Páskaeyjar
Tahiti og eða Fiji
Ástralía (Sydney)
Japan (Tokyo)
Kína (Peking, Hong Kong)
Víetnam
Thailand
Malasía (Kuala Lumpur)
Singapore
Egyptaland
Ítalía
...og svo gegnum nokkur Evrópulönd til Danmerkur.

Þetta er ekkert leiðinlegur listi! :) Svo er bara að surfa á netinu og finna það helsta til að skoða og gera á hverjum stað. Annars ætlum við að láta þetta mikið til ráðast á staðnum, t.d. með gistingu. Við verðum með tjald og ef eitthvað klikkar með ódýra hótel eða hostel gistingu þá hendum við bara upp tjaldinu á einhverri umferðareyju.

Annars erum við að gera ansi heimskulega hluti, t.d. að fara til Kólumbíu, en það er frekar hættulegt og þess vegna er það ennþá meira spennandi. Svo verðum við í Egyptalandi í eyðimörkinni á heitasta tíma ársins, þannig að við snjóhvítu rauðhærðu Íslendingarnir eigum ekki mikinn sjens á að lifa af. En þetta verður allt eitt allsherjar ævintýri og vonandi munum við eiga milljón sögur til að segja alla ævina frá þessum tíma. :)
Maggi ævintýragjarni.
blog comments powered by Disqus