fimmtudagur, janúar 22, 2004

Maria Mena

Vinur minn sagði mér um daginn fá stelpu sem hann hitti á djamminu og fór að tala við. Þetta var myndarleg stelpa sagði hann, solítið þybbin eins og gengur og gerist. En hún hafði víst orðið það viljandi, þybbin það er að segja. Hún var orðin leið á strákum sem vildu vera með henni af því að hún var svo flott og falleg (sem hún hafði verið) þannig að hún fitaði sig markvisst til að losna við þannig athygli. Ég er ekki að segja að hún hafi orðið ljót (ekki að ég hafi hugmynd um það , ég sá hana aldrei), en hún fékk amk öðruvísi athygli þegar hún var orðin þybbin. Þá komst hún kannski frekar í kynni við stráka sem fíluðu hana útaf persónuleika hennar en ekki bara útlitinu.

Mér finnst þetta alveg stórmerkilegt, og fékk mig til að hugsa. Það er algengt að stelpur sem eru mjög fallegar og flottar og örugglega oftast góðar manneskjur, byrji með strákum sem eru... hvað skal ég segja... ekki góðir fyrir þær. Oft þessar töffaratýpur, stákar sem vilja frekar vera með flottum stelpum sama hvernig mann þær hafa að geyma. Eins og það er algengt þá er það ótrúlega sjaldgæft að að þær átti sig á því. Að þær sjái það að strákar sem veit þeim athygli eru ekki endilega að sækjast eftir neinu nema útliti þeirra. Ég er ekki að segja að allar flottar og fallegar stelpur eigi að grípa til svona aðgerða til að losona við óæskilega athygli, heldur að hætta að væla yfir því að þær endi alltaf með svo ömurlegum gaurum og hætta frekar að hoppa í fangið á þessum kvennabósum. Er virkilega svona erfitt að þekkja stráka í sundur? Eða vilja stelpur þessa stáka sem fara illa með þær svo þær hafi eitthvað til þess að gráta yfir með vinkonum sínum?

En sagan af þessari stelpu fannst mér mjög merkileg. Ég veit ekki hvort þetta hafi virkað og að hún hafi fundið hinn fullkomna strák sem elskar hana fyrir það sem hún er, en það er vonandi. Ég vildi að ég þyrfti að gípa til aðgerða til þess að minnka áhuga kvenfólks á mér, en það er eins langt frá mínum huga eins og hægt er. Það væri frekar akkúrat öfugt hjá mér. Annars hef ég verið að líta yfir farinn veg hjá mér, og ég er farinn að gera mér grein fyrir því að ég hef klúðrað alveg ótúlega borðleggjandi tækifærum í stelpumálum. Þannig að vandamálið liggur eflaust að stærstum hluta hjá mér. Og það er slæmt, því maður breytist ekkert bara eins og hendi sé veifað þótt maður átti sig á vandanum. Og það væri töluvert auðveldara ef vandinn lægi bara hjá öllum öðrum en ekki mér. En það er víst ekki svo einfalt. Merkilegt, eftir því sem ég blogga seinna á nóttinni endar það oftar í röfli um kvennamál. Þetta er eflaust ekki mjög áhugavert þannig að ég held ég láti staðar numið núna. Og já, þetta er sniðugt.
Maggi.

E.s: Ég hata blogger.com. Ég var búinn að skrifa þetta allt upp og póstaði þessu en þá birtist þetta bara allt með spurningamerkjum í staðinn fyrir íslensku stafina! Og ég þurfti að skrifa þetta allt upp aftur! Vá hvað svona er pirrandi. Mental note; alltaf gera copy áður en maður póstar, því maður veit aldrei! Með þessum orðum lýkur pistli mínum sem átti að vera töluvert styttri. Hann verður þó sem betur fer ekki lengri.
blog comments powered by Disqus