þriðjudagur, janúar 20, 2004

En það bar til um þessar mundir...

...að boð kom frá Magnúsínusi bloggara, að hefja skyldi bloggár fyrir alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta bloggið er gert var á árinu, þá er Davíðus Oddsoníus var landstjóri á Íslandi. Fóru þá allir til að láta bloggsetja sig, hver til sinnar borgar. Jæja, þetta er komið útí vitleysu. En nú skal hefja nýtt bloggár, og þótt fyrr hefði verið. Ég ákvað beint og óbeint, aðalega óbeint, að taka mér pásu, það svona bara eiginlega gerðist. Ég ákvað að rumpa af svosem eins og einu nýju lúkki og er bara nokkuð sáttur með það. Það er mun einfaldara en það gamla og var það ætlunin. Ég á enn eftir að laga smá bögga, það sjást engar myndir með færslunum og svona, en það ætti að vera hægt að redda því fljótlega. Ég mun líka fljótlega, s.s. á morgun, skrifa færslu um það sem drifið hefur á daga mína síðan ég bloggaði síðast og þar kennir sko ýmissa grasa skal ég segja þér. Endilega segðu mér ef þér finnst eitthvað mega betur fara í þessu lúkki, eða ef það birtist eitthvað á skjön í tölvunni sem þú ert í.

Það er vinnudagur á morgun þannig að það er löngu kominn háttatími. Vonandi næ ég að rífa upp stemmninguna á þessu bloggi, hún var orðin frekar döpur undir það síðasta á árinu 2003. Nýjir og betri tímar. Breiðið endilega út fagnaðarerindið (og jólaguðspjallið), Magnúsínus bloggari hefur tekið aftur til starfa, og nú skal sko spýtt í lófana látið hendur standa fram úr ermum.

Lifið heil. Magnúsínus.
blog comments powered by Disqus