fimmtudagur, janúar 22, 2004

Hallelujah

Jolene Blalock er ótrúlega falleg manneskja. Fannst ég bara verða að koma þessu að. Ég býst ekki við að neinn kannist við þetta nafn en nokkrir kannast örugglega við hana þegar þeir sjá mynd af henni. Það kannast þó örugglega enn fleiri við hana í þessu hlutverki. Hún er nefnilega Star Trek gella. Ef ég horfði nokkurntíman á Star Trek, sem ég geri ekki, þá væri það útaf henni. :)

Ég fékk upplýsingar um strákinn sem fótbrotnaði. Þetta land kemur manni sífellt á óvart. Við erum svo lítil þjóð. En allavega, upplýsingarnar komu ofan af Akranesi (takk Anna), og heitir strákurinn Sölvi og er jafn gamall mér, sem sagt tuttuguogtveggja á árinu. Mig langar að hafa samband við hann en hvað myndi ég segja? "Blessaður, þetta er gaurinn sem fótbraut þig. Ertu ekki hress bara?" Nei ég held að það sé ekkert gaman að fá þannig símtal eða heimsókn. Þannig að ég er að spá í að senda honum eitthvað. Ég efast um að hann langi í blóm, enda karlkyns, þannig að ég er að spá í að senda honum kassa af bjór. Ég veit að ég yrði glaður ef einhver sendi mér kassa, og hann hlýtur bara að drekka bjór.

Enn hef ég ekki fengið gagnrýni á síðuna frá neinum, hún hlýtur því bara að vera fullkomin eins og hún er. Það eru nú ekki margir sem lesa hana, en ég er búinn að heyra af nokkrum sem eru farnir að lesa aftur. Ef ég skoða ip tölurnar sem koma á síðuna þá sé ég að það er aðallega sama fólkið sem kemur aftur og aftur, ekki svo mikið af nýju. Það var aðallega á meðan Beta var með link á mig að nýtt fólk kom á síðuna í hrönnum.

Það eina sem heldur aftur af mér í niðurhali á Valhöll er diskpláss. Ég held að það sé raunin hjá fleirum. Ég er búinn að sækja næstum alla þættina af Will & Grace því ég var að fatta að mér finnst þeir algjör snilld! Vá hvað ég get hlegið af þessu. Kannski er það bara í hausnum á mér en mér finnst þeir meira clever en flestir svona sitcom þættir. Endalausir homma og alkóhólista og fitubrandarar, og það er bara ekkert sem þau gera ekki grín að. Taka sig sko ekki alvarlega. Og þeir eru líka vel leiknir, amk oftast. Er ekki búinn að vera jafn duglegur að horfa á bíómyndir. Horfði þó á Monster með Charlize Theron og Christina Ricci. Það er fínasta mynd, og Christina Ricci er alltaf jafn sæt, en maður kemst bara ekki yfir hvað Charlize er gerð hrikalega ljót fyrir þetta hlutverk. Eins og hún er nú gullfalleg. En myndin er fín fyrir því. Veit ekki hvort hún hefur komið út hér á landi í bíó eða á spólu. En það má alveg sækja hana á netinu.

Spirited Away fékk fjórar stjörnur í Mogganum og skal engan undra. Hún er bara æðisleg, og ef þú ert ekki búin/n að sjá hana þá skaltu bæta úr því hið fyrsta! Þetta gengur ekkert svona. :)

Ég fann Hallelujah í útgáfu Rufus Wainright á Valhöll áðan. Æðislegt lag og hann fer vel með það. Tjékkaðu endilega á því. Þetta er útgáfan sem var í Shrek. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus