Lost in Translation
Ég sá mynd í morgun (!) sem kemst á topp tuttugu hjá mér, að minnsta kosti. Það er myndin Lost in Translation þar sem Bill Murray og Scrarlett Johansson fara með stærstu hlutverkin. Hún er alveg frábær að öllu leiti, rosalega vel leikin, falleg og áhrifamikil og sagan er mjög skemmtileg. Hún er frekar hæg, en mér fannst það ekki löstur á myndinni því þetta er þannig mynd. Ég er ekki sammála skilgreiningunni að þetta sé grínmynd, þótt hún sé alveg drepfyndin á stundum. Hún er frumsýnd hér í bíó 6. febrúar en er auðvitað komin á DC þar sem er hægt að sækja hana í DVD gæðum þannig að það er lítið síðra en að sjá hana í bíó. Ég er meira að segja ánægður að ég hafi horft á hana einn, því ég hefði ekki fílað hana vel hefðu of margir verið í kringum mig, þótt ég kunni ekki að útskýra það. Bill Murray fékk Golden Globe fyrir hlutverkið sitt, og Scarlett var tilnefnd en vann ekki þótt hún ætti það algjörlega skilið. Myndin var líka kosin besta grínmyndin á Golden Globe, og verður eflaust tilnefnd til nokkurra Óskarsverðlauna.
Rosalega skemmtilegt hvað titillinn er illa þýddur hér á landi, "Glötuð þýðing", því um leið að vera nákvæmlega það sem hún segir, s.s. glötuð þýðing, þá tapast kaldhæðnin sem er í titlinum á ensku, þannig að er lost in translation. Algjör snilld. Allir að sjá þessa mynd.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum