laugardagur, janúar 24, 2004

Úff

Fór að sjá Keflavík tapa fyrir franska liðinu Dijon í kvöld. Það var ekki gaman. Þeir spiluðu bara illa og áttu alveg skilið að tapa með fimmtán stigum. Ég hefði nottla viljað sjá þá vinna því þá hefðu þeir komist eitthvað lengra í keppninni en þetta var víst síðasti leikurinn, þeir eru dottnir út.

Það lítur út fyrir að ég vinni alla helgina. Ég hef ekki unnið heila helgi síðan í sumar. Hef alltaf tekið mér eitthvað frí. En hver veit. Helgin er ekki á enda enn, aldrei að segja aldrei. Annars er ég að spá í að vinna alla næstu helgi líka svo ég geti með góðri samvisku tekið mér frí helgina þar á eftir til að fara með strákunum í sumarbústað. Það má nú varla missa af því, enda er það ekkert smá gaman! Og loksins bústaður sem er ekki á mínum vegum þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eitthvað brotni eða bili eða klikki. Ekki gaman að vera fullur og þurfa að hafa sífelldar áhyggur, eyðileggur svoldið mikið fyrir. Ég ætla því að reyna allt sem ég get til að redda mér fríi, og eins og dæmin sanna þá tekst það yfirleitt. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus