BeatBoxes & Brain Brillance
Það var einhver gaur á Valhöll sem benti mér á video fæl á netinu sem mér finnst alveg hreint magnaður. Það er heimsmeistarinn (að ég held) í Human Beatbox, eða taktkjafti eins og einhver snillingurinn ákvað að það skyldi útleggjast á íslensku. Þessi gaur er ekkert smá góður, ég hef aldrei heyrt neitt þessu líkt, amk ekki svona vel gert. Þannig að ef þú tímir að dánlóda rúmum sex megabætum af erlendum server þá ættiru að kíkja á þetta, ég mæli með því. Myndskráin er hérna: beatbox.wmv
Ég er að vinna þvílíkt mikið þessa dagana og ætla því að gera það sem ég hef ekki gert í lengri tíma. Fara snemma að sofa. Þegar ég er búinn að skrifa þetta þá fer ég beint að sofa, s.s. svona hálf tíu. Það hefur ekki gerst hjá mér í mörg ár.
Ég sá alveg magnaða mynd í dag. Derren Brown, snillingurinn sem er með Mind Control þættina á Stöð 2 á mánudögum gaf út DVD disk með bestu atriðunum og þetta sótti ég á netinu. Þvílíkt sem maðurinn getur plantað hugsunum í hausinn á fólki, og lesið hvað það er að hugsa bara með því að horfa í augu þess eða heyra þau tala. Hann er ótrúlegur með spilastokk því hann er líka snillingur í minnisaðferðum. Hann getur lært heilu bækurnar utanaf á tuttugu mínútum því hann er með ljósmyndaminni, eða hefur amk þjálfað upp eitthvað svipað. Alveg hreint magnaður gaur. Verst að maður hefur ekki einbeitinguna eða nægan vilja til að þjálfa sig upp í að verða ótrúlega góður á einhverju sviði. Annað hvort eins og Derren Brown eða Beatbox heimsmeistarinn, en ég væri virkilega til í að geta þó ekki væri nema brot af því sem þeir geta. Þetta kalla ég sko snilligáfur í lagi. Kannski er bara málið að prófa sem flest og finna hvað maður er góður í og þjálfa það upp í nokkur ár. Þá hlýtur maður að geta orðið rosalega góður í einhverju. Það væri samt asnalegt ef maður gæti bara ropað hæst, eða sungið verst eða eitthvað, en maður hlýtur samt að hafa eitthvað. Það er samt ekki víst hvort maður hafi nokkra löngun til að komast að því hvað það er. Spurning.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum