mánudagur, mars 03, 2003

All by myself


Ég prófaði svoldið í kvöld sem ég hef lengi talað um að prófa. Ég hef heyrt í mörgum (ok, kannski ekki mörgum en nokkrum og þeir eru skrítnir) sem langar að prófa þetta amk einu sinni, og ég hef heyrt í örfáum sem hafa reynt þetta. Semsagt, ég fór einn í bíó. Einn. Aleinn. Ok, kannski ekki alveg aleinn. Ég og Tolli og tvær þokkadísir fórum í bíó í bæinn og hann fékk að hafa þær tvær í takinu að horfa á hryllingsmynd meðan ég sat einn og flissaði yfir rómantískri gamanmynd, einn í myrkrinu í öðrum sal. Þetta var eins og mig hafi grunað svoldið sérstök lífsreynsla. Það var komið slatti af fólki í salinn þegar ég kom þangað og því tók ég þá djörfu ákvörðun að setjast á næstfremsta bekk þar sem allir gátu séð mig. Ég meina til hvers að dýfa litlutánni í djúpu laugina þegar þú getur hoppað útí með stórum skell!? Ég var nottla viss um að allir hefðu tekið eftir mér og horfðu á mig og dæmdu mig mestalla myndina, en það er einmitt góð ástæða til að allir ættu að prófa þetta. Læra að það eru ekki allir alltaf að horfa á þig, veröldin snýst ekki bara um þig. En bíóferðin var fín, Sandra og Hugh skemmtu mér bara ágætlega með hnyttnum bröndurum sínum og stóð ég sjálfan mig að því að flissa endrum og eins. Mæli með henni fyrir þá sem hafa gaman af slíkum myndum.

Eftir að hafa eytt góðum þremur kortérum í að reyna að losa tangarhald einnar þokkadísinnar á bílnum vegna ofsahræðslu við dökkhærð kvendi í speglum og sjónvörpum tókst mér að komast heim heilu og höldnu. Næst er það bara að prófa að fara alla leið með þetta. Keyra einn á staðinn, kaupa sér einn lítinn popp og eina kók og sitja tvo tíma í myrkrinu aleinn og hafa svo engann til að tala við um myndina að henni lokinni. Þetta er nokkuð spes og mæli ég með þessu fyrir fólk til að fá smá tilbreytingu í tilveruna. Góðar stundir. (ps. allir að kjósa í nýrri könnun!)
..:: moviemag ::..
blog comments powered by Disqus