mánudagur, mars 24, 2003

IMÍ


Já. Ég er búinn að vera í Heimaey síðustu sex daga að þessum meðtöldum og var þetta bara ferð hin ágætasta. Meira að segja bara mjög vel heppnuð keppnisferð. Mótið byrjaði ekki fyrr en á föstudag þannig að við höfðum tvo daga í síðustu viku fyrir okkur sjálf og þegar við vorum ekki í lauginni vorum við elstu strákarnir í pílu eða að spila póker. Það var spilaður mikill póker um helgina og redduðum við okkur spilapeningum og alles. Mótið var vel heppnað, ég var bara þokkalega sáttur við mín sund miðað við aldur og fyrri störf. Sá mig einhver í sjónvarpinu kanski? Það var ótrúlega gaman að sjá suma krakkana synda því nokkrir stóðu sig alveg frábærlega vel. Mig langar að óska fjórum sérstaklega til hamingju með frábær sund ef þau skyldu álpast til að lesa þetta og þeir sem til þekkja ættu að kannast vel við hvað þessir krakkar stóðu sig vel. Það eru Íris, Öddi, Birkir og Kolbrún Ýr!

Nú er bara málið að halda ótrauður áfram í H-skólanum og halda áfram að plana næstu helgi sem verður lengi í minnum höfð ef allt fer að óskum. Mótslokum verður fagnað með miklum stæl og getur vel verið að ég skrifi eitthvað meira um það síðar. Ég get meira að segja lofað því! Bloggpásu minni er hérmeð lokið.
..:: ótrauður ::..
blog comments powered by Disqus