sunnudagur, mars 02, 2003

Píla


Ammæli númer tvö var líka skemmtilegt. Eyddi mest öllu kvöldinu í að spila pílu og það var helvíti gaman. En nottla var maður líka frammi að syngja með liðinu, komin líka þessi fína trúbadorastemmning í húsið. Fór svo bara heim því það nennti enginn með mér niðrí bæ og allir vinir mínir annað hvort í Reykjavík eða farnir að sofa. Frekar slappt sko. En kvöldið var virklega skemmtilegt. Takk fyrir mig ppl!

Mamma er að baka bollur. Vatnsdeigsbollur er það eina sem blífar á bolludaginn. Hitt er bara svo langt frá því að vera eins gott, þessar stóru bakaríisbollur, þótt þær geti nú verið ágætar. Litlar vatnsdeigsbollur með rjóma og fullt af súkkulaði sem eru bara einn munnbiti! Mmmmm... Ég er farinn að ræna einni bollu af mömmu. Já, og gleðilegan mars!
..:: m ::..
blog comments powered by Disqus