laugardagur, mars 08, 2003

Ágætis byrjun


Þessi helgi byrjar bara ágætlega. Ég fór semsagt á árshátíð ÍAV á Broadway og var það bara fínt. Hefði samt aldrei nokkurntíma í helvíti tímt (týmt?) að borga níuþúsundkall fyrir þetta (miðinn kostaði það víst). Stelpurnar í Le 'Sing voru flottar og kunnu að dansa og maturinn var góður. Ég vann ekkert í happdrættinu en kall sem var á mínu borði vann eftir að hafa blótað og röflað yfir því að vinna aldrei neitt og svo var eins og hann hefði unnið Miss World hann var svo hissa og glaður þegar hann vann koníaksflöskuna. Magnað. Góð saga?

Ég hef verið svoldið í því að kíkja á blogg hjá öðrum svona útaf þessu Iceblog dæmi öllu og það fara sum blogg verulega í taugarnar á mér. Þeir sem blogga um ekkert nema hvað þeir hafa lítið að blogga um eru leiðinlegir. Þeir sem blogga ekki heldur birta bara einhverjar heimskulegar kannanir á hvernig persóna þeir eru fara í taugarnar á mér en þó ekki meira en kannanirnar sjálfar. Þær eru það tilgangslausasta og leiðinlegasta sem til er á netinu. Ég veit að það er líka tilgangslaust að láta það fara í taugarnar á sér en það gerir það samt. Fólk sem er með blogg en bloggar einu sinni í mánuði er líka leiðinlegir bloggarar. Sjálfum finnst mér gaman að blogga og blogga um það sem mér finnst skemmtilegt að blogga um og reyni að forðast eins og ég get að vera einhver af ofantöldum bloggurum.

Þetta finnst mér fyndið. Er þetta í alvöru eða? Hvað ætli manneskjan hafi fengið mikla stríðni útá þetta? Kanski var það tilgangurinn enda gott djók ef svo er.

Það þekkja örugglega flestir sem þetta lesa goðsögnina um rauðhært kvenfólk. Kvenfólk sem er rauðhært, og ég er að tala um mjög rauðhært en ekkert amatör dæmi, er nefnilega yfirleitt óvenju fallegt eða herfilega ljótt. Þetta er kanski ljótt að segja, en staðreyndin er að millivegurinn er frekar sjaldgæfur og er í raun undantekningin sem sannar regluna. Mér finnst að það sé löngu tímabært að skella þessu yfir á karlpeninginn líka því ég hef á tilfinningunni að það sé alls ekki mikið álit hjá almenningi á rauðhærðum karlmönnum. Ég kenni þessu algjörlega um það hversu illa mér hefur gengið í hözzl deildinni. Helvítis steríótýpu kjaftæði. Eins og heyra má eru menn gramir hér á bæ.

Svo er bara málið að fara annaðhvort á skíði eða í sumarbústað á morgun. Eða er kanski bara bæði betra? Takaða tvöfalt? Mér líst vel á það. Þetta á allt eftir að koma í ljós. Þetta fer allt einhvernveginn, það er það eina sem ég get verið viss um. Ætli það sé ekki bara ágætis huggun í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur? Ég held það. Þetta fer allt einhvernveginn. Þegar þetta er liðið þá get ég ekket gert í því lengur hvernig það fór þannig að það er ástæðulaust að hafa áhyggjur af nokkur yfir höfuð. Með þessum hugleiðingum kveð ég.
..:: red ::..
blog comments powered by Disqus