sunnudagur, mars 09, 2003

Saturday Sunday


Ég fór ekki í bústað. Vona að það hafi verið gaman hjá Jessie og félögum og ég þakka kærlega boðið. En það var hinsvegar svaðalega gaman hjá mér í gær! Ég svaf nottla yfir mig á æfingu um morguninn og vaknaði klukkan tólf og hringdi uppí fjall. Þá sagði mér kall í símsvara að það væri geggjað veður í Bláfjöllum og að ég ætti að drulla mér á skíði! Þannig að ég rauk upp til handa og fóta og allra útlima og tók mig til, hringdi í "Hið dularfulla H" og við brunuðum uppí fjall. Og það var engin smá snilld. Veðrið var eins eins og pantað útúr bæklingi, nær heiðskýrt, eins stigs frost, lyngt og bara einfaldlega frábært til skíðaiðkunar. Snjórinn var fínn, sumstaðar smá harðfenni en það var allt í lagi. Ég var mesti töffarinn á skíðasvæðinu með eldrautt loðið hárband sem Fjóldís litla systa á, og uppúr því stóð beint uppí loftið eldrauður og glæsilegur brúskurinn. Svo var ég með Oakley sólglerugun mín til að toppa lúkkið. Ég vildi að ég hefði verið með myndavél. FS var í skíðaferð í fjallinu á sama tíma og við hittum nokkra krakka þaðan en misstum af Goldeneye og HeimsKspekingnum. Vorum mestallan daginn með Anderson Mojo og Steinari (hmmm... vantar kúl nick á Steinar.) Við vorum útúm allt fjall og prófuðum fullt af brekkum og þetta var allt saman svaðalega fínt og mæli ég með því að þið öll sem eruð alltaf að fresta því að koma ykkur á skíði drífið í því hið fyrsta áður en það er um seinan.

Eftir að ég hafði farið og klárað kökurnar úr ammælinu hjá litla frænda mínum sem ég missti af útaf skíðaferðinni var mér boðið að fara í framsóknarpartý. Ég var á báðum áttum vegna skíðaþreytu en ákvað að slá til. Hentist heim í sturtu og mætti ferskur í partý. Það fór að týnast inn fólk og meira að segja hljómsveit að spila og læti. Fljótlega fóru að tínast inn allra flokka kvikindi, ungir sjálfstæðismenn og ég veit ekki hvað og hvað. Því ákvað ég að bjóða öllum vinum mínum þangað sem voru í partýi í samfylkingarhúsinu. Þeir komu þangað en stoppuðu stutt því við brunuðum í bæinn. Sex manns í Yaris, lovely. En það gekk upp og við skemmtum okkur vel í bænum. Kvöldið einkenndist af nostalgíu því ég hitti fólk sem ég hef ekki talað við í mörg ár og var það mjög gaman. Hitti líka Önnu sem fór með mér út til Ástralíu og það var gaman. Ég fór að tjékka og dagbókin sem við skrifuðum inná mbl.is er þar enn! En maður þarf að kaupa greinarnar þar núna þannig að ég get örugglega aldrei skoðað þetta aftur. Hrmph. Svo þegar stemmning var farin að myndast á dansgólfum staða bæjarins þá var auðvitað kominn tími til að koma sér heim. En dagurinn og kvöldið voru svo sannarlega vel heppnuð og vona ég að þið hafið einnig átt ánægjulega kvöldstund.

Í sambandi við könnunina mína, "Take of their hats!", þá er rétta svarið "Popes in a Volkswagen". Þetta er komið úr Friends og vildi ég bara tjékka Friends kunnáttu ykkar því ég kann flestar seríurnar utanað og þykir miður ef þið gerið það ekki líka. Taktu þátt í nýju könnuninni! Það er ekki eins og ég sé búinn að gera nóg þessa helgi því er ég að fara í mat á FlugHótel í kvöld því afi er áttræður. Nóg að gera! Bið að heilsa.
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus