miðvikudagur, mars 12, 2003

maggi.tk


Vikan byrjar frekar hægt miðað við hvað helgin var brjáluð. Í miðri viku vill ég ekkert gera nema éta og horfa á vídjó því það er gaman. En ég syndi líka og fer í skólann og reyni að lesa eitthvað af þessum bókum sem ég á að vera að lesa. En líf mitt undanfarna mánuði hefur litast mikið af því að ég er svo stefnulaus og það er alls ekki gott fyrir mig. Ég er sá sem verð alltaf að hafa eitthvað til að hlakka til, einhvern stóran atburð í ekki svo fjarlægri framtíð, en það er bara algjör skortur á slíku hjá mér. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera í haust og er ekki með neitt sérstakt planað í sumar. Er að spá í að fara að undirbúa eitthvað álíka drastíkt og heimsreisu eða eitthvað. Eitthvað til að stefna að því ég hef svo sannarlega ekki hugmynd um hvað ég ætla að læra. Og það er lítill tilgangur í að hanga í H-skóla í einhverjum fögum sem eiga ekki við mann. Ekki það að heimspekin sé svo slæm heldur er hún bara ekki eitthvað sem ég ætla að gera lengi, bara prófa. Þú fyrirgefur ef þessi hugleiðing var á alvarlegu og leiðinlegu nótunum en stundum er ég alvarlegur og leiðinlegur. Það fer illa með fólk að hafa ekkert að gera. Að þessum orðum sögðum ætla ég að fara að sofa. Kanski fæ ég draumsýn sem segir mér hvað ég eigi að gera. Maður veit ekki, erfitt að segja. En allavega, góðar stundir.
..:: red ::..
blog comments powered by Disqus