mánudagur, mars 31, 2003

Skógur þrastar


Þá er maður loksins kominn heim eftir sumarbústaðarferð. Ég veit ekki hvort ég nenni að segja ykkur alla sólarsöguna en það gerðist sko ýmislegt get ég sagt ykkur. Ég get ekki sagt ykkur allt en ætli ég komi ekki svona með það helsta.

Við fórum á föstudaginn og fljótlega tók að hrúgast inn fólk. Við trölluðum þarna í bústaðnum allir elstu sundkrakkarnir úr öllum félögunum og skemmtum okkur vel. Sumir of vel og ég var einn af þeim. Ég "ákvað" semsagt rétt um miðnætti að koma mér í rúmið (ég hata þann sem fann upp tekíla). En hinir skemmtu sér vel fram eftir nóttu. Á laugardagsmorguninn létu sig svo næstum allir hverfa, kanski útaf þrengslum í bústaðnum hver veit? Við vorum sex eftir og eyddum deginum í slökun og að reyna að láta renna af okkur mesta timbrið. Kíktum í sund og grilluðum um kvöldið og svona, bara voða fínt. Allir mun hressari á sunnudeginum og þegar leið á daginn kom í ljós að það væri ekkert sniðugt að fara að keyra í bæinn í veðrinu sem var uppá heiði. Því ákváðum við bara að taka sunnudagskvöldið líka með trompi og kláruðum allt sem til var í bústaðnum og spjölluðum mikið saman í nokkrum göngutúrum og í nokkrum afar áhugaverðum samtölum uppí bústað. Bara gaman að því. Ég þakka öllum sem þraukuðu þetta svona lengi og finnst mér að þessi bústaðarferð hafi nú bara verið ansi vel heppnuð. Ég þakka þeim sem hlýddu.
..:: magchen in action ::..
blog comments powered by Disqus