laugardagur, mars 01, 2003

The Importance Of Being Magnús


Ég var að horfa á frábæra mynd, The Importance Of Being Ernest. Hún gerist seint á nítjándu öld (held ég) og þetta er eiginlega mest megnis grínmynd. Hún fjallar um gaur sem býr í sveitinni en segist eiga bróður í borginni til að hafa afsökun til að fara þangað. Sá bróðir heitir Ernest. Þegar hann er í borginni er hann þessi Ernest og allir sem þekkja hann þar kalla hann Ernest en í raun heitir hann John. Hann biður stelpu að giftast sér, sem elskar hann aðallega af því að hann heitir Ernest, en mamma hennar leyfir honum ekki að giftast henni af því að hann á enga foreldra. Vinur hans í borginni kemur í heimsókn í sveitina og segist vera þessi Ernest bróðir hans Johns til að hitta frænku hans. Hún verður ástfangin af honum og líka af stórum hluta af því að hann heitir Ernest. Þau trúlofa sig líka, þannig að hann og John eru trúlofaðir stelpum sem halda að þeir heiti Ernest en hvorugur þeirra heitir það. Þetta er kanski svoldið flókið þegar þú lest þetta. Þetta er rosalega sérstakur húmor og er alveg frábær, amk hló ég alveg helling að þessu öllu saman. Mæli með henni, þrjár stjörnur af fjórum. Annars finnst mér þeir sem gefa stjörnur á fimm stjörnu skalanum bara vera hræsnarar og leiðindapúkar. Púkar segi ég! Fjórar stjörnur á að vera það mesta sem mynd getur fengið.

Niðurstöður úr könnuninni komu mér á óvart en samt ekki. Ég hef alltaf vitað að það er til fólk sem fílar að lesa á meðan það kúkar en ég er ekki í þeim hópi. Hins vegar ef það er eitthvað að marka þessa könnun þá er það meirihluti fólks sem fílar það. Með eindæmum skrítið ef þú spyrð mig. Hvers vegna í ósköpunum ætti nokkur maður eða kona að vilja að glugga í Sögu Dalvíkur á meðan lorturinn læðist lúmkst í klóið. Anyhoo, mér finnst líka að það sé skammarlega lítið gert af því að nota Shout-Out-ið mitt. Shout away people!
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus