Vó, hvað ætli gerist næst í Survivor?
The clock rings. Tick. It's Monday... again. Já góðir hálsar, áhugaverð helgi að baki vægast sagt. Á föstudaginn skellti ég mér í sumarbústað með nokkrum vinum og vinkonum og eyddi þar helginni. Þetta var nú ekki fjölmennt, enda lítill (en æðislegur) bústaður. Þetta var bara þrusu gaman, mikið hlegið og allir skemmtu sér mjög vel að venju leyfi ég mér að fullyrða. Ég hef nefnilega verið iðinn við kolann þegar kemur að því að skipuleggja bústaðaferðir enda eru þær alltaf frábær skemmtun. Við tókum alveg ótrúlega mikið af myndum, margar skemmtilegar, aðrar miður skemmtilegar. :) Myndavélin gengdi nefnilega stóru hlutverki um helgina og potturinn líka (og sturtan ef útí það er farið). :þ Ég held ég fari samt ekkert útí nánari lýsingar af virðingu við alla sem áttu hlut að máli.
Svo kíkti ég til Jómba í gærkvöldi og horfði á Óskarinn með honum og Bigga. Gaman að því, ótrúlegt afrek hjá LOTR auðvitað, og Sofia Coppola fékk verðlaun sem ég var líka ánægður með. Það sem ég var mest fúll með var að
City of God fékk engin verðlaun, því hún er meistaraverk. Hvernig stendur á því að það er alveg hægt að líta framhjá þessari mynd þegar hún fær langbestu einkunn á virtasta kvikmyndamiðli á netinu (
IMDB.com) af þeim myndum sem komu út á árinu? (fyrir utan Return of the King auðvitað). Þessi mynd er æðisleg og ef þú ert ekki búin/n að sjá hana þá áttu að drífa þig í því strax!
Hátíðin var nottla mjög löng og það endaði með því að ég horfði á hana alla og hljóp svo út þegar síðustu verðlaunin voru afhent til að ná rútunni í vinnuna. Gaman að því, og ótrúlegt hvað ég hef verið lítið þreyttur í dag. Ég einhvernvegin komst bara yfir þreytuna. Var smá þreyttur í morgun en náði svo smá lúr milli traffíka í vinnunni og hef verið góður síðan þá. Er samt að fara í háttinn núna þótt klukkan sé ekki nema rétt að verða tíu. Gaman að prófa svona svefnlausa nótt fyrir vinnu. Það sannaðist bara að ég get það alveg, og er ágætt að hafa þá vitneskju bakvið eyrað ef eitthvað merkilegt kemur upp. :)
Annars er bara gott að frétta af mér. Á morgun fer ég á fótboltaæfinu eftir kvöldmat og horfi svo á
50 First Dates með Adam Sandler og Drew Barrymore sem ég er búinn að sækja á netinu. Auðvitað hendi ég inn færslu þegar ég er búinn að horfa á hana og læt ykkur vita hvort hún sé eins góð og ég held að hún sé. Until then! Bless, takk, og ekkert snakk! :)
Já, lag dagsins er ennþá Fade Into You með Mazzy Star. :)
Maggi.