mánudagur, mars 08, 2004

Maggi goes down

Ef það er eitt orð sem lýsir skapi mínu núna þá er það orðið úff. Veit ekki alveg af hverju. Ég er voðalega upp og niður þessa dagana bæði í orku og atgervi. Atgervi er gott orð. Allir hafa sitt atgervi. Allir eru gervi. Enginn er alvöru. Ég horfði á Igby Goes Down í kvöld með strákunum og mér fannst hún frábær. Skoðun mín er örugglega að hluta til komin af því að ég elska Catcher in the Rye og þessi mynd er ótrúlega lík þeirri bók. Aðalkarakterinn, Igby, er skuggalega líkur Holden Caulfield sem er aðalpersónan í Catchernum. Ég elska svona persónur. Svona rebellious þrælgáfaða uppastráka sem gera allt til að brjóta reglurnar en eru samt góðu strákarnir. Ég held að það sé af því að mig langar að vera svoleiðis. Mig langar að vera róttækur og hafa eitthvað til að rísa gegn. Uppeldið mitt er bara ekki þannig. Það er of gott, eða ætti ég frekar að segja of mellow? Vá hvað ég hata að vera mellow. Ef ég væri litur þá væri ég ekki rauður eins og hárið á mér. Ég væri beige. Rjómahvítur, eða hvað sem hann heitir. Ég þoli ekki að lesa blogg hjá fólki sem er miklu gáfaðara en ég. Ég öfunda fólk sem er miklu gáfaðara en ég. Ef fólk á rosalega mikinn pening þá hugsa ég bara hey, flott hjá þér, vonandi geturu keypt þér hamingju, en ég get verið öfundsjúkur útí fólk sem er (eða virðist amk vera, því hvað veit ég) gáfaðara en ég. Og/eða hamingjusamara ef útí það er farið. Og það er ekki að hjálpa til að ég er í starfi þar sem greindavísitala mín lækkar töluvert á hverjum einasta degi. Ekki gott. Ég þarf að fara að drífa mig í skóla og nota heilann eitthvað. Hann er farinn að leggjast í dvala. Ég verð að passa mig að liðka hann reglulega. Af hverju les ég ekki fleiri bækur? Mig langar að vera víðlesinn og vita mikið, en af einhverjum ástæðum fæ ég sjálfan mig ekki til að mynda einhverja ástríðu gagnvart bókum. Enda kannski ekki skrítið, maður myndar ekki ástríðu á einhverju innra með sjálfum sér er það? Ef þú varst eitthvað að spá í það þá er ástæða fyrir því að ég gerði engin greinaskil í þessari færslu (og ekkert samhengi í textann ef útí það er farið) og hún er sú að ég ætlaðist svosem ekkert til að fólk myndi nenna að lesa þetta. Þetta er svona breinstorm færsla sem leyfir mér að fá smá útrás. En það virkaði bara ekkert í þetta skiptið. Og það sem meira er að þetta var svo mikið breinstorm að ég þurfti að stoppa í eitt skiptið og tjékka í réttritunarorðabók hvernig ætti að skrifa eitt orðið í færslunni! (segi ekki hvaða orð.) Ef það segir ekki bara allt sem segja þarf um málefnið sem ég var að viðra. a) ég er að verða heimskari með hverjum degi. og b) ég er að berjast gegn þeirri þróun með því að senda þó frá mér þokkalega gáfulegan texta. Held ég hafi þó hent frá mér þeim möguleika með því einu að byrja að blogga í því ástandi sem ég er í. Linsurnar eru ekkert á því að það sé eitthvað góð hugmynd að vera að opna augun aftur þegar ég blikka. Þannig að ég þarf að berjast við þær og slíta augnlokin laus til að sjá eitthvað framfyrir mig. Og það sem ég sé er beige tölvuskjárinn. Ef líf mitt er ekki bara einn stór kaldhæðnislegur brandari hjá einhverjum guði (Exphylius, god of the nerds) þá veit ég ekki hvað. Það eru sex vikur í heimsreisu. Sex vikur! Ég gæti lent í því að blikka augunum og þá skellur þetta allt saman á! Sjúff, ég veit ekkert hvað ég er að fara útí. Ég held að þetta verði miklu meira ævintýri en ég og Biggi gerum okkur grein fyrir. Er hægt að halda það? Er ég ekki búinn að eyðileggja setninguna með því að segja hana? Nú er ég kominn í hringi. Þannig að ég er að spá í að hringa mig ofan í rúmið mitt eins og köttur með 1984 eftir George Orwell og reyna í fimmta skiptið að koma mér almennilega inní hana. (eftir að ég er búinn að slíta úr mér helvítis linsurnar auðvitað.) Einhvernveginn efast ég þó um að ég nenni að fara að lesa. Og þó, aldrei að segja aldrei. (önnur setning sem maður eyðileggur með því að segja hana.) Vonandi helst boðskapurinn í næstu setningu þótt ég segi hana. Góðar stundir. Jess!
Maggi.
blog comments powered by Disqus