Kúlur
Það fór þá aldrei svo að þetta reddaðist ekki. [Það er svo gaman þegar allt reddast bara allt í einu. Kannski nokkur málefni sem hafa verið að angra mann í nokkra daga, jafnvel vikur, en svo tekur eitthvað alheimsafl í taumana og allt reddast bara á hálftíma! Virkilega skrítið og skemmtilegt. En þetta var nú útúrdúr.] Þegar ég kíkti á netið í dag var ferðaskrifstofan búin að fá greiðslurnar okkar og við erum endanlega búnir að borga þessar flugferðir allar saman. Fleiri hlutir redduðust í dag á svipuðum tíma og ég kem kannski inná þá hluti í annari færslu á komandi dögum.
Það var snjór í vinnunni í dag, sem og á öðrum stöðum í þessum landshluta. Í tilefni þess beygði ég mig niður og skóf tvær lúkur af snjó af jörðinni og skellti þeim saman milli lófa minna svo úr myndaðist kúla úr snjó. Þessa kúlu losaði ég mig síðan við með snöggri hreyfingu handleggsins framá við, og kúlan flaug í höfuð samstarfsmanns míns. Vakti það kátínu mína og annara sem sáu nema þeim ólukkulega samstarfsmanni sem skallaði kúluna óviljandi. Hann var miður hress, en hafði þó ekki nægar kúlur til að hefna sín á mér. :)
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum