Kjaftæði
Unglinga-mellódrama fallegu og viðbjóðsríku unglinganna í Orange County sem birtist á sjónvarpsskjánum mínum á mánudagskvöldum klukkan átta af völdum Extra og Skjás 1, þykir mér afar skemmtilegt. Ekki veit ég af hverju. Og þó, þetta eru svona þættir sem stíga svo svakalega útfyrir öll velsæmismörk í hallærisleik sínum og sápuóperulegum tilþrifum (nema þetta er ekki eins vel leikið) og því hef ég algerlega tekið þá í sátt og dáist að fegurð fólksins um leið og ég hlæ að vandamálum þeirra. Þó skil ég mætavel þá sem kunna að hata þessa þætti, og einnig þá sem sjá sér ekki einu sinni fært að gefa þeim sjens. En ég datt inní einn þáttinn og hef horft á þá síðan. Hvet alla sem samsvara sér enganvegin með fólki sem á milljónir dollara, ekur um á brjálæðislegum sportbílum, og hefur aldrei séð óaðlaðandi manneskju til að horfa á svosem eins og einn þátt og athuga hvort þeir komi ekki á óvart sem fínasta afþreying á annars gloomy mánudögum. Ekki slæm upphitun fyrir Survævor sem er alveg að meika það feitt í þessari seríu, þvílík snilld sem þessir þættir eru. Mánudagskvöld eru einu kvöldin sem ég horfi á sjónvarp, and with good cause. Allt annað suxor.
Lag dagsins: Gloomy Sunday í hinum ýmsu útgáfum, en þó helst með Björk okkar Guðmundsdóttur.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum