Grænt grænt grænt
er grasið útí haga...
Það er aldrei gott að staðna. Maður verður að reyna að lífga uppá hlutina í kringum sig. Bebba fær kærar þakkir fyrir að láta mig hafa kóðann af síðunni minni því greinilega nennti því enginn annar. Skammist þið ykkar ekkert? Þið ættuð að gera það. Ég sem hélt að ég ætti nokkra trygga og athugula lesendur. Hér eftir skrifa ég bloggið mitt bara fyrir Bebbu.
Á sunnudaginn fór ég í bíó að sjá The Passion of the Christ (ég skil aldrei þennan ákveðna greini í þessum titli, af hverju ekki bara The Passion of Christ?) og hún var nokkuð góð. Þó þótti mér hún of blóðug og voru ekki allir sammála mér í því, eiginlega bara fæstir. En það vita allir að það eru ekki hundruð lítra af blóði í neinum manni, og ég held að Jesú hafi ekki verið blæðari. Það draup samt af honum blóðið í hverju atriði. Það er samt skilmysingur að þetta sé einhver "must see" bíómynd. Hún fer nákvæmlega eftir því sem stendur í Biblíunni og snýst bara um að sýna kvöl frelsarans á síðustu klukkustundunum í lífi hans. Myndin er samt góð og vel gerð og allt það, en ég sá hana samt bara því mér fannst ég verða að vera búinn að sjá hana. Hún er þung og það er mjög mikið ofbeldi í henni. Ég man meira að segja ekki eftir að hafa séð mynd sem snerist svona rosalega mikið um ofbeldi, Fight Club og Kill Bill blikna til dæmis við hliðina á henni þegar að því kemur. Svo fór í taugarnar á mér hve hermennirnir voru gerðir rosalega heimskir, bara eins og hirðfífl allan tímann. Blindfullir allan tímann og borderline þroskaheftir í einfaldleika sínum, hlægjandi að öllu og engu eins og fávitar. Hver segir að þetta hafi verið svona? Maður spyr sig.
Svo sá ég stórmerkilega mynd á mánudaginn sem heitir Bubba Ho-tep, en ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í hana því ég held að fáir sem þetta lesa eigi eftir á sjá hana. Hún fjallar um tvo gamla geðveika kalla á elliheimili. Annar heldur að hann sé Elvis og hinn (sem er svartur) heldur að hann sé John F. Kennedy. Saman berjast þeir við risakakkalakka og múmíu sem er að drepa vistmenn heimilisins með því að sjúga sálina þeirra útum rassgatið á þeim. Virkilega fyndin og áhugaverð mynd. Fær 8.0 á imdb.com sem er mjög hátt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess um hvernig mynd er að ræða. (By the way, hún fær mun hærra en The Passion of the Crist sem fær aðeins 7.6) Ég skrifa meira mjög fljótlega, en núna, borða!
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum