sunnudagur, mars 28, 2004

Orð dagsins: Lúffa

Helgin fór töluvert öðruvísi en planað var. Þó var hún afskaplega vel heppnuð og þakka ég öllum sem skemmtu mér og skemmtu sér með mér um helgina fyrir skemmtun helgarinnar. (?) Þess má geta að í mesta lagi ein manneskja les bloggið mitt af þeim sem ég var með um helgina, að ég held. Þetta endaði sem sagt þannig að ég fór í bústaðinn eins og ákveðið var á föstudaginn, en svo var ekkert far heim aftur á laugardeginum! Þá voru góð ráð dýr, því ég var búinn að plana að hitta pabba og fara svo í dinner með familíunni og í leikhús. Góðu ráðin voru meira að segja svo dýr að ég hafði engan vegin efni á þeim því þau hefðu eflaust snúist um einkaflugvélar eða þyrluna TF-Líf, því ég einfaldlega komst ekki heim. Því hringdi ég heim og baðst afsökunar því ég kæmist ekki í neitt af því sem planað var. Svo reyndi ég að gera gott úr því að vera fastur uppí sumarbústað, og gott betur en það því það var alveg hörku stemmning í bústaðnum og rosalegt fjör allan tíman! Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Það var mikið dansað og talað og hlegið. Spilaður fúsbolti og mót haldin og læti. Bjór drukkinn, dasað í potti, og flippað mikið. Ég skemmti mér semsagt konunglega alla helgina í bústaðnum (já, takk fyrir að leyfa mér að koma með Rósa) og er sérdeilis dasaður í dag. Á heimleiðinni var hlustað á PJ Harvey og stoppað í Litlu Kaffistofunni og matast. Súpan þar er alveg þrusugóð og mæli ég með að fólk kynnist því af eigin raun. Ekki spillir fyrir að stelpan sem vinnur þar er mjög sæt, og spilakassinn er einkar gjafmildur. :) Everything is going my way.
Maggi.
blog comments powered by Disqus