Helvítis hrós
Já gaman frá því að segja að ég fékk soldið mikið hrós í gær. Eða það fannst mér í það minnsta. Ég fór nefnilega um kvöldið til að kaupa mér ís því ég er svoddan ískall. Það var gömul kona sem afgreiddi mig í bílalúgunni á Ný-Ung og ég sagði henni hvað ég vildi og keyrði svo áfram að næstu lúgu. Þar var ung og sæt stelpa sem spurði mig hvort hún gæti aðstoðað. Ég sagði að það væri verið að aðstoða mig og þá sagði hún "Helvítis!" og fór að afgreiða næsta bíl. Þetta fannst mér skrítnasta hrós sem ég hef fengið. Sem sagt, orðið helvítis getur líka verið hrós. :)
Og já, ég sá myndina American Splendor í kvöld í H-skólabíói. Hún er mjög skemmtileg og öðruvísi. Mæli með henni fyrir áhugamenn um kvikmyndir, góðan leik, frumlegheit, myndasögur, raunasögur, raunsæi eða hversdagsleikann, en það fíla hana örugglega ekki allir.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum