sunnudagur, mars 14, 2004

Hraunborgir

Við vinirnir kíktum í sumarbústað um helgina til að fagna því að Biggi sé orðinn nafni minn (hann er sem sagt orðinn sveinn í rafvirkjun, og ég heiti Magnús Sveinn, alltaf góðir brandarar sem maður þarf að útskýra!) og það var bara feykigaman. Ég held ég láti bara myndirnar sem ég tók að tala sínu máli um það. Mikið tekið af myndum að venju, kringum 300 í þetta skiptið. Ég leyfi 16 myndum að fljóta hér með því ég var svo duglegur að henda þeim saman í síðu. Myndin í rammanum er af mér eins og glöggir lesendur sjá. Ekki man ég hvaða óskunda ljósmyndarinn hafði gert til að verðskulda svona tákn af minni hendi, en það hefur eflaust verið saklaust.

Svo setti ég inn nýjan dálk hérna til hægri með myndunum sem ég hef nennt að setja nýlega á netið. Vonum að það bætist mikið við í hann á næstunni. Og svo er einn nýr blogglinkur! Nornirnar eru hressar.

Orð helgarinnar: Super-nuclear-wedgie!
Lag dagsins: Remember me með Blueboy. Smá nostalgía. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus